Tuesday, September 17, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentConor McGregor ásakaður um aðra nauðgun

Conor McGregor ásakaður um aðra nauðgun

Samkvæmt írskum miðlum er fræg írsk íþróttastjarna undir rannsókn vegna nauðgunarmáls. New York Times nafngreinir manninn og segir þetta vera Conor McGregor.

Írska íþróttastjarnan er sögð hafa ráðist á ónefnda konu föstudagskvöldið 11. október samkvæmt írskum fjölmiðlum og beitt hana kynferðislegu ofbeldi. Sá ásakaði er einnig til rannsóknar vegna nauðgunarmáls sem átti sér stað á hóteli í Dublin í desember. Samkvæmt grein New York Times er Conor McGregor ásakaður um nauðgun sem átti sér stað á hóteli í desember í fyrra og er þetta því önnur nauðgunarásökunin á hans hendur.

Conor McGregor er sá grunaði samkvæmt NY Times en samkvæmt írskum lögum mega fjölmiðlar þar í landi ekki nafngreina þann ásakaði uns sekt er sönnuð. NY Times hefur hins vega heimildir fyrir því að Conor McGregor sé sá ásakaði í báðum málum.

Nýrra atvikið átti sér stað kl. 21 á föstudagskvöldi í bíl fyrir utan knæpu. Konan lagði fram ákæru morguninn eftir en enginn hefur verið handtekinn vegna málsins. Conor hefur ekki verið yfirheyrður vegna málsins. Samkvæmt fjölmiðlafulltrúa Conor neitar hann staðfastlega sök í málunum.

Fyrri nauðgunarásökunin kom fyrst fram í janúar. Conor var yfirheyrður vegna málsins og stendur rannsókn málsins enn yfir. Engin ákæra hefur verið lögð í því máli.

Conor McGregor var þó í réttarsal í síðustu viku vegna atviksins þegar hann kýldi eldri mann á knæpu í Dublin. Myndband af því atviki fór víða þegar það birtist í ágúst.

Dana White, forseti UFC, sagði fyrr á árinu að hann vissi ekkert um fyrri nauðgunarásökunina.

„Ég veit ekkert um þetta ef ég á að segja eins og er. Ég hef rætt við hann um málið og það sem ég get sagt er að þetta var ekki hann. Þetta var einhver annar. Svo ég veit ekki,“ sagði Dana í ruglingslegu svari við MMA Junkie

Það er sjaldan lognmolla í kringum Conor McGregor og spurning hvort UFC setji hann í bardaga nú þegar hann er með tvær ásakanir um nauðgun.

spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular