spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentTengdasonur Muhammad Ali berst á UFC 199 í kvöld

Tengdasonur Muhammad Ali berst á UFC 199 í kvöld

kevin caseyEins og við greindum frá í morgun er goðsögnin Muhammad Ali fallin frá. Heimurinn syrgir þennan ótrúlega mann en tengdasonur hans þarf að berjast í kvöld.

Kevin Casey mætir Elvis Mutapcic í kvöld á UFC 199. Bardaginn er annar bardaginn á dagskrá í kvöld en ljóst að fleiri augu eiga eftir að beinast að bardaganum eftir fráfall Ali.

Kevin Casey er nefnilega tengdasonur Muhammad Ali. Casey er giftur Hana Ali, dóttur Muhammad Ali. Þau Kevin og Hana giftu sig árið 2013.

„Kevin bað pabba um hönd mína þegar pabbi og hann hittust í fyrsta sinn. Þegar hinn vöðvamikli Kevin gekk burt horfði pabbi á hann upp og niður, snéri sér að mér og sagði: ‘Hann lítur vel út.’ Hann leit aftur á hann og sagði: ‘Hann er í formi!’. Honum líkaði vel við Kevin,“ sagði Hana um fyrstu kynni föður síns við Kevin Casey.

Casey rifjaði upp sín fyrstu kynni við Muhammad Ali á sínum tíma og kveðst ekki hafa þorað að horfa beint á goðsögnina.

Kevin Casey er svartbeltingur undir Rickson Gracie og var í 17. seríu The Ultimate Fighter. Eins og áður segir mun Kevin Casey mæta Elvis Mutapcic í kvöld. Casey tapaði sínum síðasta bardaga og þarf nauðsynlega á sigri að halda í kvöld.

???

A photo posted by @kingkevincasey on

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular