spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentÞað sem við vitum um nýja UFC leikinn

Það sem við vitum um nýja UFC leikinn

ufc 2 betaFyrsti UFC leikurinn frá EA Sports kom á markaðinn í júní 2014. Nú mun EA Sports gefa út UFC 2 leikinn í vor en hér er það sem við vitum um leikinn.

Fyrsti UFC leikurinn frá EA Sports þótti skemmtilegur þó ýmsir gallar hafi verið á leiknum. Nú hefur EA Sports bætt leikinn til muna og má reikna með mun betri leik í vor þó ekki sé hægt að reikna með fullkomnum leik. Leikurinn kemur út þann 15. mars á XBOX One og PS4.

Nokkrir blaðamenn eins og Mike Bohn og Jeremy Botter hafa skrifað um leikinn á MMA Junkie og á Twitter. Hér er búið að taka saman margt af því áhugaverðasta við leikinn það sem vitað er.

Skrítnar tölur hjá Gunnari

Gunnar Nelson UFC 2

Gunnar Nelson er að sjálfsögðu í leiknum. Í BETA útgáfunni sem Jeremy Botter spilaði mátti sjá undarlegar tölur hjá Gunnari. Gunnar er með aðeins 86 í glímunni (Grappling) en 90 í standandi viðureign (Striking). EA Sports hefur þó sagt að styrkleikar bardagamanna séu ekki fullmótaðir og verða í stöðugri endurskoðun þangað til leikurinn kemur út. Einnig má segja að Gunnar sé útlitslega ekkert brjálæðislega líkur sér í leiknum af skjáskotinu að dæma.

Gunnar er með 88 í heildareinkunn í leiknum en til samanburðar er Georges St. Pierre með 94, Robbie Lawler 93, Demain Maia 92 og Brandon Thatch 86.

Rothöggin raunverulegri

Leikurinn er þannig hannaður að enginn tvö rothögg eru eins. Þrátt fyrir hundruðir bardaga muntu aldrei sjá sama rothöggið. Það er fagnaðarerindi enda mátti oft sjá sömu rothöggin í fyrri leiknum ef spilarar spila nógu mikið.

Þá verður einnig hægt að spila svo kallað KO Mode fyrir þá sem nenna ekki að glíma í leiknum. Þá geta spilarar í rauninni spilað sparkbox bardaga með MMA hönskum og í UFC-búrinu. Leikmenn geta spilað „best-of-five“ seríu og hver bardagi ætti að enda með mismunandi rothöggi.

Endurbætt uppgjafartakskerfi

Í síðasta leik var nánast ómögulegt að ná mótherjanum í uppgjafartak ef hann kunni á réttu takkana. Nú er mun auðveldara að ná andstæðingnum í uppgjafartak og þá sérstaklega ef þú ert glímumaður á borð við Demian Maia. Yfirburðir manna eins og Maia í gólfinu komast líka betur til skila en hingað til hefur verið gert.

Nick Diaz með stæla

Nick Diaz er þekktur fyrir að ögra og hæðast að andstæðingum sínum í búrinu og mun hann gera það í nýja UFC leiknum.

Hér má sjá nokkra aðra punkta um leikinn:

  • Sage Northcutt verður í fyrsta viðbótarpakkanum (DLC)
  • Fjölbragðaglímukappinn CM Punk verður með lægstu tölurnar í leiknum. Hann hefur aldrei barist í MMA en tölurnar gætu hækkað eftir hans fyrsta bardaga í UFC.
  • Mike Tyson verður ekki eini gamli kallinn í leiknum en hægt verður að spila sem Matt Hughes, Kazushi Sakuraba og Bas Rutten. Þeir verða þó ekki í hefðbundnum Reebok stuttbuxum eins og allir aðrir bardagamenn leiksins heldur í sérstökum Legacy klæðnaði.
  • Ultimate Team er þekkt í FIFA leikjum EA Sports og nú verður hægt að velja það í UFC 2 leiknum. Þú býrð til þitt lið af bardagamönnum sem keppa og vinna sér inn peninga til að geta keypt t.d. uppfærslupakka með nýjum brögðum.
  • Í leiknum verða 250 bardagamenn og svo munu fleiri koma í viðbótarpökkum.
  • Hægt verður að vinna með tæknilegu rothöggi eftir lágspörk.
spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular