spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaThiago Alves mætir aftur

Thiago Alves mætir aftur

Eftir meira en tvö ár á hliðarlínunni labbar einn skemmtilegasti sparkboxarinn í UFC aftur inn í búrið í kvöld.

thiagoalvesThiago Alves hefur verið gríðarlega óheppin með meiðsli og farið í ótal margar aðgerðir. Hann hefur þurft að laga rifinn brjóstvöðva, laga bæði fremra og aftara krossband í vinstra hné og svo hafa tvíhöfða meiðsli verið að hrjá kappann.

Eftir að hafa tapað gegn Georges St. Pierre á tímamóta kortinu UFC 100 þá hefur hné hans verið að stríða honum. Hann hefur aðeins barist fimm sinnum síðan hann keppti um beltið og það á fjórum árum. Hann hefur sigrað tvisvar og tapað þrisvar. Nú seinast tapað hann gegn Martin Kampmann í mars 2012

Alves hefur sigrað góða bardagamenn á borð við Matt Hughes, Josh Koscheck, Karo Parysian og Chris Lytle. Á þeim tíma var hann ósigraður í 7 bardögum í röð sem gaf honum titilbardaga gegn Georges St. Pierre þar sem hann tapaði eftir dómaraúrskurð.

Nú tekst hann við á Seth Baczynski sem hefur unnið 1 bardaga af seinustu þremur. Sá bardagi ætti Alves að sigra ef skrokkurinn er heill. Þó getur allt gerst í MMA og Alves hefur verið mjög lengi frá.

spot_img
spot_img
spot_img
Brynjar Hafsteinsson
Brynjar Hafsteinsson
-Greinarhöfundur -Félagsfræðinemi HÍ -MMA-spekingur frá 1999 -Sparkboxari
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular