Sunday, September 8, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaNokkrar ástæður fyrir því af hverju þú ættir að horfa á UFC...

Nokkrar ástæður fyrir því af hverju þú ættir að horfa á UFC on Fox 11

Á laugardagskvöldið fer fram UFC on Fox 11 þar sem Fabricio Werdum og Travis Browne mætast í aðalbardaga kvöldsins. Það eru margir frábærir bardagar á laugardaginn en fjórir bardagar verða í beinni útsendingua á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin á miðnætti.

  • Tveir skemmtilegir þungavigtakappar: Keppnin um þungavigtarbeltið hefur verið frekar einhæf upp á síðkastið vegna þess þríleiks sem átti sér stað á milli Junior Dos Santos og Cain Velasquez en nú er loks kominn tími á nýja áskorendur.Dana White, forseti UFC, hefur nýlega gefið frá sér þá yfirlýsingu að sigurvegari aðalbardaga kvöldsins keppir gegn Cain Velasquez í Mexíkó upp á þungavigtarbeltið.overeem rotaður
  • Risinn frá Hawaii: Travis ‘Hapa’ Browne hefur aðeins tapað einum bardaga á ferli sínum og var það gegn Antonio ‘Bigfoot’ Silva. Síðan þá hefur hann unnið menn eins og Alistair  Overeem og Josh Barnett. Í bardaga sínum gegn Overeem var hann nálægt því að vera rotaður en náði að viðra storminn og kláraði bardagann með allsvakalegu sparki sem rotaði Overeem.
  • Lokaspretturinn: Fabricio Werdum hefur hugsanlega flogið undir radarinn hjá mörgum en óverðskuldað svo. Werdum er að koma frá sigri á Antonio Rodrigo Nogueira sem þjálfaði á móti honum í The Ultimate Fighter Brazil. Ferill Werdum er eins langur og hann er glæsilegur, með sigrum á mönnum líkt og Antonio Silva, Alistar Overeem og svo goðsögninni sjálfri, Fedor Emelianenko en sá sigur kom öllum í opna skjöldu á sínum tíma. Nú er ferill hans að líða á seinni partinn og er þetta líklegast hans seinasta tækifæri á beltinu. Það má því bóka það að Werdum eigi ekki eftir að skilja neitt eftir í hringnum.
  • Tími til að sanna sig: Miesha Tate og Liz Carmouche hefur ekki gengið sem skildi í UFC. Tate hefur tapaða tveimur í röð og á enn eftir að vinna bardaga í UFC. Liz Carmouche hefur fallið frá sviðsljósinu eftir titlbardagann við Rousey í fyrra. Hún hefur átt eitt tap og einn sigur síðan þá og er hún í svipaðri stöðu og Tate. Ólíklegt er að þær verði reknar úr samtökunum þar sem kvennadeildin er grunn. Þær eru samt sem áður báðar mjög hæfileikaríkar og má búast við hörku bardaga þar sem ljóst er að sú sem tapar á laugardardaginn mun falla enn frekar úr sviðsljósinu.

edson-barboza1

  • Hugsanlega bardagi kvöldins: Donald Cerrone gegn Edson Barboza gætu stolið senunni á laugardaginn. Barboza er að koma af þriggja bardaga sigurgöngu og hefur unnið 9 af sínum 13 bardögum með rothöggum en þar sem Cerrone er óhræddur að berjast á fótunum gætum við átt von á flugeldasýningu. Cerrone lét þau frægu orð falla fyrir stuttu að hann væri orðinn blankur. Hann segir að fjárhagsvandamál hans hafi gefið honum nýjan eldmóð til að standa sig betur og að ekkert geti staðið í hans vegi núna.
  • Heldur sigurgangan áfram? Khabib Nurmagomedov keppir á undirkortinu á laugardaginn gegn Rafael Dos Anjos. Rússinn stimplaði sig svo sannarlega inn á sviðsljósið á seinasta ári bæði fyrir skrautlegan persónuleika og fyrir sannfærandi sigra innan búrsins. Hann er eins og stendur ósigraður með bardagaskorið 21-0. Gaman verður að sjá hvort hann haldi sigurgöngu sinni áfram eða hvort Rafael dos Anjos tekst að stoppa þennan unga Rússa. Þeir eru báðir líklegir til að komast í titilbardaga með sannfærandi sigri á laugardaginn.
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular