0

Thiago Alves semur við Bare Knuckle FC

Eftir 14 ára veru í UFC er Thiago Alves kominn með nýja vinnuveitendur. Alves hefur samið við Bare Knuckle Fighting Championships.

Thiago Alves barðist sinn síðasta bardaga á samningi sínum við UFC í desember þegar hann tapaði fyrir Tim Means. Eftir það ákvað hann að söðla um og mun nú keppa í berhentu boxi hjá Bare Knuckle FC (BKFC).

Alves átti að mæta Gunnari Nelson á UFC bardagakvöldinu í Kaupmannahöfn í september en nokkrum vikum fyrir bardagann dró Alves sig úr bardaganum vegna sýkingar.

Alves vildi kanna markaðinn eftir sinn síðasta bardaga í stað þess að semja aftur við UFC. Hann mun nú berjast á nýjum vettvangi en ekki er vitað hvenær hans fyrsti bardagi hjá BKFC verður.

Pétur Marinó Jónsson
Latest posts by Pétur Marinó Jónsson (see all)

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.