0

Thiago Alves semur við Bare Knuckle FC

Eftir 14 ára veru í UFC er Thiago Alves kominn með nýja vinnuveitendur. Alves hefur samið við Bare Knuckle Fighting Championships.

Thiago Alves barðist sinn síðasta bardaga á samningi sínum við UFC í desember þegar hann tapaði fyrir Tim Means. Eftir það ákvað hann að söðla um og mun nú keppa í berhentu boxi hjá Bare Knuckle FC (BKFC).

Alves átti að mæta Gunnari Nelson á UFC bardagakvöldinu í Kaupmannahöfn í september en nokkrum vikum fyrir bardagann dró Alves sig úr bardaganum vegna sýkingar.

Alves vildi kanna markaðinn eftir sinn síðasta bardaga í stað þess að semja aftur við UFC. Hann mun nú berjast á nýjum vettvangi en ekki er vitað hvenær hans fyrsti bardagi hjá BKFC verður.

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is

-Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
Pétur Marinó Jónsson

Latest posts by Pétur Marinó Jónsson (see all)

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.