spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaÞögul krísa í þungavigt UFC

Þögul krísa í þungavigt UFC

crocop

Þögul krísa virðist eiga sér stað í þungavigtinni í MMA. Lang flestir af þeim bestu í þungavigtinni eru komnir af léttasta skeiði og virðist engin endurnýjun eiga sér stað.

Næstu helgi mætast Mirko „Cro Cop“ Filipović og Gabriel Gonzaga í Póllandi. Bardaginn sem slíkur verður örugglega skemmtilegur, sérstaklega í ljósi þess hvernig fyrsti bardaginn á milli þeirra fór. Bardaginn er aðalbardagi kvöldsins en hefur mjög lítil áhrif á þyngdarflokkinn í heild sinni. Hann varpar hins vegar ljósi á vandamál sem er smám saman að verða verra og verra með hverju árinu sem líður. Vandamálið er fyrst og fremst það að það á sér nánast engin endurnýjun stað í þungavigt.

Sé litið yfir styrktarlista UFC og rýnt í aldur manna má sjá að aðeins einn er undir þrítugu og hann er neðst á lista, glímir við hjartavandamál og er, með fullri virðingu, ekki líklegur til að skora á meistarann í náinni framtíð. Í topp 10 er meðalaldurinn 35 ár fyrir utan meistarann sem er 32 ára en er því miður sífellt meiddur. Lítum yfir styrkleikalistann og aldur keppenda:

Meistarinn: Cain Velasquez – 32 ára

  1. Fabricio Werdum (Interim meistari) – 37 ára
  2. Junior Dos Santos – 31 árs
  3. Travis Browne – 32 ára
  4. Stipe Miocic – 32 ára
  5. Mark Hunt – 41 árs
  6. Josh Barnett – 37 ára
  7. Andrei Arlovski – 36 ára
  8. Alistair Overeem – 34 ára
  9. Ben Rothwell – 33 ára
  10. Roy Nelson – 38 ára
  11. Frank Mir – 35 ára
  12. Matt Mitrione – 36 ára
  13. Antonio Silva – 35 ára
  14. Gabriel Gonzaga – 35 ára
  15. Stefan Struve – 27 ára

Aldursforsetinn Mark Hunt er númer fimm á lista en hann hefur keppt sem atvinnumaður í MMA síðan árið 2004 og sparkboxi þar áður frá árinu 1999. Næstur á eftir honum eru tveir fyrrverandi UFC meistarar en þeir voru meistarar árin 2002 og 2005 (reyndar var titillinn tekinn af Josh Barnett eftir að hann féll á lyfjaprófi). Ef maður fer niður listann er hann fullur af mönnum sem eru komnir vel yfir sitt besta. Enginn augljós virðist á uppleið og það kemur að því að þessir gömlu jaxlar hengja upp hanskana og segja þetta gott. Hvað gerist þá?

Hver er skýringin á þessari þróun? Ein skýringin er sú að stórir íþróttamenn sjá fram á talsvert meiri tekjumöguleika í t.d. NFL og NBA. Auk þess þurfa þeir ekki að vera kýldir í andlitið fyrir framan alþjóð. Bardagaíþróttir eru ekki fyrir alla og menn verða að hafa brennandi áhuga á íþróttinni til að endast og ná langt. Í hnefaleikum er staðan talsvert betri hvað aldur varðar, þ.e. fyrir utan meistarann sem hefur verið óstöðvandi undanfarin ár með 21 sigur í röð. Lítum yfir topp 10 listann hjá Ring magazine:

Meistarinn: Wladimir Klitschko – 39 ára

  1. Alexander Povetkin – 35 ára
  2. Deontay Wilder – 29 ára
  3. Tyson Fury – 26 ára
  4. Kubrat Pulev – 33 ára
  5. Bryant Jennings – 30 ára
  6. Bermane Stiverne – 36 ára
  7. Vyacheslav Glazkov – 30 ára
  8. Mike Perez – 29 ára
  9. Ruslan Chagaev – 36 ára
  10. Tony Thompson – 43 ára
Wladimir_Klitschko_vs._Alex_Leapai
Wladimir Klitschko að verki gegn Alex Leapai

Meðalaldurinn á þessum topp 10 fyrir utan meistarann er rétt tæplega 33 ár, en hinn 43 ára Tony Thompson dregur upp meðaltalið. Þó svo aldur þessara kappa sé „eðlilegri“ en í UFC eru gæði þeirra ekki betri. Síðan gullaldartímabilinu frá Mike Tyson til Lennox Lewis lauk hefur verið lítið um að vera í þungavigtinni. Hnefaleikar hafa alltaf borgað mun betur en MMA en þess má geta að Alexander Povetkin fékk um $5.833.000 fyrir að berjast við Wladimir Klitschko árið 2013 á meðan Junior dos Santos fékk $130.000 fyrir að berjast við Cain Velasquez á UFC 166 sama ár.

En hvað með aðrar bardagaíþróttir? Samkvæmt styrleikalista Glory (sparkbox) er meistarinn 25 ára og meðalaldur næstu tíu 31 árs. Þar er meðtalinn umræddur Mirko ‘Cro Cop’ Filipović sem er 40 ára. Ekkert vandamál þar á bæ. Af einhverjum ástæðum virðast bestu stóru mennirnir leita annað í atvinnuleit en MMA – hver svo sem skýringin kann að vera. Við getum ekki gert annað en að vonast eftir viðsnúningi.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular