Thursday, April 18, 2024
HomeForsíðaMánudagshugleiðingar eftir UFC Fight Night: Mendes vs. Lamas

Mánudagshugleiðingar eftir UFC Fight Night: Mendes vs. Lamas

mendes lamasUFC Fight Night: Mendes vs. Lamas fór fram um miðjan laugardag og var bardagakvöldið ágætis skemmtun. Flott tilþrif, umdeildar dómaraákvarðanir og fleira koma fyrir í Mánudagshugleiðingunum.

Af einhverjum ástæðum var bardagakvöldið mjög snemma í Bandaríkjunum sem hentaði okkur Evrópubúum afar vel. Fyrsti bardagi dagsins hófst kl 15 hér heima og mætti UFC gera þetta oftar.

Í aðalbardaganum mættust þeir Chad Mendes og Ricardo Lamas – tveir af betri fjaðurvigtarmönnum heims. Lamas byrjaði ágætlega en Mendes slót Lamas niður og kláraði hann skömmu síðar. Mendes sigraði með tæknilegu rothöggi eftir 2:45 í fyrstu lotu. Vel gert hjá Mendes.

lamas mendes

Eini maðurinn sem hefur sigrað Mendes er Jose Aldo og það virðist ætla að halda áfram. Sigurinn á Lamas er einn stærsti sigur Mendes á ferlinum. Þrátt fyrir góða afreksskrá er Lamas sá eini sem hefur verið á topp fimm á þeim tíma sem Mendes hefur sigrað þá. Draumurinn er að Mendes og Frankie Edgar mætist, takist Edgar að sigra Urijah Faber nú í maí. Sá bardagi ætti að gefa sigurvegaranum öruggan titilbardaga, hvort sem Aldo eða McGregor sigri í júlí.

Umdeildasti bardagi kvöldsins var án efa bardagi Al Iaquinta og Jorge Masvidal. Tveir dómarar dæmdu Iaquinta sigur (29-28) á meðan einn dómari gaf Masvidal öruggan 30-27 sigur. Það er eitthvað verulega skrítið þegar einn dómari gefur Masvidal allar loturnar á meðan hinir gefa Iaquinta tvær lotur. Það eru þó hreint ekki allir sammála um úrslit bardagans þó flestir telja að Masvidal hafi átt að vinna.

Masvidal gjörsigraði fyrstu lotuna en virtist slaka fullmikið á og hleypti Iaquinta aftur inn í bardagann. Masvidal virtist þó allan tíman vera að stjórna bardaganum en hefði kannski átt að sækja meira til að innsigla sigurinn. Viðtalið eftir bardagann var kostulegt og sjá má hér að neðan.

Dustin Poirier leit vel út í hans fyrsta bardaga í léttvigt UFC er hann sigraði Carlos Diego Ferreira með tæknilegu rothöggi í fyrstu lotu. Gray Maynard tapaði sínum fjórða bardaga í röð og er sennilega á útleið úr UFC.

Næsta UFC fer fram næsta laugardag og aftur er það á góðum tíma hér á Íslandi. Bardagakvöldið fer fram í Póllandi og hefst aðalhluti bardagakvöldsins kl 19.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular