spot_img
Wednesday, October 30, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeInnlentÞorgils Eiður með enn eitt rothöggið í Tælandi (myndband)

Þorgils Eiður með enn eitt rothöggið í Tælandi (myndband)

Þorgils Eiður Einarsson, atvinnumaður í Muay Thai, sigraði síðustu helgi andstæðing sinn með rothöggi í 2. lotu. Það var hné í lifrina sem reyndist rothöggið en það gjörsamlega slökkti á andstæðingi hans.

Þegar þetta gerist grípur andstæðingur Þorgils utan um klof sitt og þykist hafa orðið fyrir neðanbeltis höggi. Myndavélaupptökur sönnuðu hins vegar leikaraskapinn og Þorgilsi réttilega dæmdur sigur en á meðan á þessu stóð var Þorgils sjálfur ekki viss um hvort höggið hafi verið löglegt og sagðist hann ekki hafa náð að njóta sigursins eins vel og hann vildi en í því hafi falist ákveðin reynsla.

Þorgils er eini Íslendingurinn sem keppir á atvinnumanna stigi í Muay Thai. Hann er búinn með 11 bardaga sem atvinnumaður og hafa 7 af 8 sigrum hans komið eftir rothögg. Þorgils kom fyrst til Tælands 2021 en hefur búið þar síðan 2022. Hann æfir og þjálfar í Martial Arts Academy í Koh Phangan hjá vini sínum og mentor, Pascal Schroth, sem er margfaldur heimsmeistari.

Þorgils hyggst halda áfram að klifra upp á fjallið og sjá hversu langt þetta getur farið og er farinn að horfa til þess að berjast á alþjóðlegum grundvelli. Hann heldur uppi mjög líflegri instagram síðu þar sem hann deilir kennslumyndböndum og sýnir frá æfingum og lífinu í Tælandi

Brot úr bardaganum má sjá hér frá instagram síðu Þorgils:

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular