spot_img
Thursday, December 19, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentÞremur vikum fyrir UFC 249 er ekki vitað hvar bardagakvöldið fer fram

Þremur vikum fyrir UFC 249 er ekki vitað hvar bardagakvöldið fer fram

Minna en þrjár vikur eru nú í UFC 249 þar sem Khabib Nurmagomedov mætir Tony Ferguson. Enn er ekki vitað hvar bardagakvöldið mun eiga sér stað.

Dana White, forseti UFC, er harður á því að UFC 249 fari fram þann 18. apríl. Upphaflega átti bardagakvöldið að fara fram í Brooklyn í New York en vegna kórónaveirunnar ríkir samkomubann í New York líkt og víða.

Dana White segist vera með 4-5 staði í huga fyrir bardagakvöldið. Abu Dhabi hefur verið nefnt til sögunnar og þá hefur Flórída óvænt skotið upp kollinum sem líklegur áfangastaður. Laugardaginn 21. mars fór Combat Night MMA fram í Flórida og gaf íþróttasambandið í Flórída grænt ljós á að leyfa Combat Night að halda sitt bardagakvöld þá. Ferðabann ríkir enn frá Evrópu til Bandaríkjanna og er erfitt að sjá hvernig Khabib eigi að komast til Bandaríkjanna.

Á mánudaginn mun síðan Rússland loka landamærum sínum. Khabib var í Bandaríkjunum að æfa fyrir bardagann en hélt til Rússlands þegar samkomubann var sett á í Kaliforníu. Khabib hefur nú aftur farið frá Rússlandi og verður í það minnsta ekki fastur þar á mánudaginn. Landi hans, Magomed Ankalaev, er enn í Rússlandi og óvíst hvort hann geti barist á UFC 249 ef bardagakvöldið fer fram.

Hægt er nú að veðja á hvar bardagakvöldið fari fram en Flórída og Abu Dhabi eru þar líklegustu áfangastaðirnir. Stuðlarnir á Mexíkó, Sádi-Arabíu, Suður-Afríku, Area 51 og Norður-Kóreu eru þó töluvert hærri.

Líkurnar á að bardagakvöldið fari fram eru hverfandi. Fjórum sinnum hefur UFC reynt að setja saman bardaga Khabib og Tony Ferguson saman en alltaf hefur eitthvað komið upp á.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular