spot_img
Wednesday, December 11, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaÞrír Íslendingar berjast á Caged Steel í júlí

Þrír Íslendingar berjast á Caged Steel í júlí

Þorgrímur
Þorgrímur Þórarinsson.

Þrír Íslendingar keppa í MMA á Caged Steel bardagakvöldinu í Doncaster þann 14. júlí. Vonir standa til að fleiri Íslendingar bætist við.

Þorgrímur Þórarinsson er veltivigtarmeistari áhugamanna í sömu bardagasamtökum eftir frækinn sigur í mars. Hann fær nú tækifæri á að berjast um millivigtarbeltið í júlí og mætir þá kunnuglegum andstæðingi.

Þorgrímur (2-1) mætir Matt Hodgson (6-4) en Hogdson hefur áður mætt tveimur Íslendingum. Hodgson tapaði fyrir Þóri Erni Sigurðssyni eftir dómaraákvörðun árið 2014 og var svo rotaður af Agli Hjördísarsyni eftir aðeins sjö sekúndur ári síðar.

Benedikt Gabríel Benediktsson mætir James Power í veltivigt en báðir eru þeir að berjast sinn fyrsta MMA bardaga. Þá mun Aron Kevinsson mæta Andy Green einnig í veltivigt en þeir eru líka að berjast sína fyrstu MMA bardaga.

Allir strákarnir æfa hjá RVK MMA en vonir standa til að Magnús ‘Loki’ Ingvarsson fái sinn 2. atvinnubardaga á sama kvöldi en erfiðlega gengur að finna andstæðing.

Benedikt Gabríel.
Benedikt Gabríel.
Aron Kevinsson.
Mynd: Rúnar ‘Hroði’
spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular