spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentÞrír titilbardagar staðfestir í sumar

Þrír titilbardagar staðfestir í sumar

Þrír stórir titilbardagar eru sagðir staðfestir í sumar hjá UFC. Jon Jones og Amanda Nunes munu verja titlana sína í júlí og þá verður barist um lausan bantamvigtartitil í júní.

T.J. Dillashaw var á dögunum sviptur bantamvigtartitli sínum eftir að hann féll á lyfjaprófi. Nú hefur UFC staðfest að Henry Cejudo fái séns á sínum öðrum titli en hann mætir Marlon Maroes í júní Á UFC 238. Cejudo er fluguvigtarmeistari og sigraði Dillashaw í janúar í hans fyrstu titilvörn. Cejudo getur því orðið tvöfaldur meistari takist honum að sigra Marlon Moraes í bantamvigt en bardaginn fer fram þann 8. júní og verður aðalbardagi kvöldsins. Moraes er áskorandi nr. 1 í bantamvigtinni eftir fjóra sigra í röð gegn John Dodson, Aljamain Sterling, Jimmie Rivera og Raphael Assuncao. Sama kvöld mun Valentina Shevchenko verja fluguvigtartitil sinn gegn Jessicu Eye.

Þann 6. júlí fer International Fight Week fram þar sem hápunkturinn verður UFC 239. Í aðalbardaga kvöldsins mun Jon Jones mæta Thiago Santos um léttþungavigtartitilinn. Jones ýjaði að því í gær á Twitter að hann og Stipe Miocic myndu mætast en nú er ljóst að það verður önnur titilvörn í léttþungavigt næst hjá Jones.

Sama kvöld mun Amanda Nunes verja bantamvigtartitil sinn þegar hún mætir Holly Holm. Nunes varð fyrsta konan til að verða tvöfaldur meistari með svakalegum sigri á Cris ‘Cyborg’ Justino í desember. Hún er því bantamvigtar- og fjaðurvigtarmeistari UFC og verður þetta hennar fyrsti bardagi eftir að hún varð tvöfaldur meistari. UFC hefur ekki staðfest bardagana á UFC 239 en bæði ESPN og MMA Fighting hafa staðfest bardagana.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular