spot_img
Wednesday, May 7, 2025
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentÞungavigtardeild UFC að verða heldur þunn

Þungavigtardeild UFC að verða heldur þunn

Það vakti athygli þegar UFC endurnýjaði ekki samning sinn við Jairzinho Rozenstruik sem var í 14. sæti yfir bardagamenn UFC í þungavigtinni þegar samningur hans rann út. Það er ekki vanalegt að bardagasamtök losi um bardagamenn sem eru á meðal þeirra bestu í deildinni og vakti það því furðu að samningur Rozenstruik hafi ekki verið endurnýjaður. Nú hafa verið fréttir á samfélagsmiðlum um að UFC sé með samning við 30 bardagamenn í þungavigtardeildinni sem verður að telja heldur lítið og þykir þá sú ákvörðun að endurnýja ekki samning við Rozenstruik enn furðulegri.

Í kjölfar frétta af þunnri þungavigtardeild hafa gengið um listi yfir fjölda bardagamanna í hverri vigt sem setur í samhengi hversu fámenn þungavigtardeildin er í raun. Samkvæmt listanum er UFC með samning við 674 bardagamenn og er þungavigtardeildin fámennust. Næst fámennasta deildin er bantamvigtardeild kvenna en UFC hefur samning við 32 bardagakonur sem berjast í bantamvigt en það er þyngsta kvennadeild UFC. Það er því nokkuð ljóst að UFC þarf að fara á veiðar til að finna sér nýja bardagamenn og konur í þyngstu deildirnar sínar en þungavigtardeild UFC hefur löngum verið ein sú mest spennandi en hún hefur dalað heldur mikið undanfarin ár.

spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Mest Lesið