spot_img
Wednesday, October 30, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentTim Elliot hætti í MMA en berst um UFC titil á morgun

Tim Elliot hætti í MMA en berst um UFC titil á morgun

tim-elliotAnnað kvöld fer fram lokakvöld 24. seríu TUF. Það er Tim Elliot sem er sigurvegari seríunnar en verðlaunin eru kannski ekkert sérstök – bardagi gegn besta bardagamanni heims.

Fáum hefur tekist að ógna fluguvigtarmeistaranum Demetrious Johnson en bardaginn á morgun verður hans níunda titilvörn. Takist honum að verja beltið sitt hefur hann varið beltið sitt oftar en allir núverandi meistarar til samans.

Í 24. seríu The Ultimate Fighter kepptu 16 fluguvigtarmeistarar víðs vegar úr heiminum sín á milli. Sigurvegarinn fær svo titilbardaga gegn fluguvigtarmeistara UFC, Demetrious Johnson.

Tim Elliot vann fjóra bardaga í TUF til að komast í titilbardagann en titilbardaginn á morgun verður ekki hans fyrsti bardagi í UFC. Elliot var rekinn úr UFC í fyrra eftir tvo sigra og fjögur töp. Töpin voru þó gegn sterkum keppendum eins og Joseph Benavidez, John Dodson og Ali Bagautinov – allt menn sem hafa mætt meistaranum Johnson en tapað.

Eftir að hafa verið rekinn úr UFC ákvað Elliot að hætta í MMA. Hann hélt þó áfram að æfa en einungis sér til skemmtunar í stað þess að vera í endalausa puðinu sem fylgdi komandi bardögum. Hann var bara að leika sér á æfingum og naut þess að æfa. Hann náði þannig að bæta sig sem bardagaíþróttamaður og hungrið kom til baka.

Á þeim tíma eignaðist hann sitt fyrsta barn og hafði lítið fé milli handanna. Hann ákvað því að slá til er honum var boðið að taka bardaga í Titan FC bardagasamtökunum. Í Titan vann hann alla þrjá bardaga sína og varð fluguvigtarmeistari þar.

Á morgun mun hann vera í aðalbardaganum í MGM Grand Arena og berjast um fluguvigtartitil UFC. Fáir gefa honum nokkra möguleika gegn manninum sem talinn er vera besti bardagamaður heims, pund fyrir pund. Það má þó ekki gleyma því að fáir gáfu Matt Serra séns eftir að hann vann 4. seríu TUF sem skilaði honum titilbardaga gegn Georges St. Pierre.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular