Veltivigtarmaðurinn Tim Means átti að mæta Donald Cerrone þann 21. febrúar næstkomandi. Means mun þó ekki fá að berjast þar sem hann er sagður hafa brotið lyfjareglur USADA.
USADA er svo sannarlega að setja meiri keyrslu í lyfjaprófin eftir fremur rólega fyrstu sex mánuði. Mál Means fara í frekari skoðun hjá USADA og UFC áður en ákveðið verður með bann.
UFC sendi frá sér yfirlýsingu um málið og mun finna annan mótherja fyrir Donald Cerrone í veltivigt.
Sjálfur virtist Tim Means afar hissa á þessu ef marka má viðbrögð hans á Twitter
Fucccck that came out of left field! @usantidoping
— tim means (@MeansTim) February 4, 2016
Never even heard of ostarine! Look at my physic. Do I look like a steroid user! Lol.
— tim means (@MeansTim) February 4, 2016