spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentTitilbardaga Usman og Burns frestað til næsta árs

Titilbardaga Usman og Burns frestað til næsta árs

UFC ætlar að fresta titilbardaga Kamaru Usman og Gilbert Burns fram á næsta ár. Usman þarf meiri tíma til að jafna sig á meiðslum.

Næsta titilvörn Kamaru Usman á að vera gegn Gilbert Burns. Upphaflega ætlaði UFC að láta þá mætast í aðalbardaga kvöldsins á UFC 256 þann 12. desember.

Usman hefur verið að glíma við meiðsli og þarf meiri tíma til að jafna sig áður en hann getur byrjað að undirbúa sig fyrir bardaga. Bardaginn verður því líklegast snemma á næsta ári samkvæmt ESPN.

Gilbert Burns þarf því að bíða enn lengur eftir titilbardaga sínum. Eftir sannfærandi sigur í mars gegn Demian Maia fékk Burns titilbardaga í sumar. Viku fyrir bardagann greindist Burns með kórónuveiruna og kom Jorge Masvidal inn í hans stað. Burns bjóst við að fá loksins bardagann gegn liðsfélaga sínum núna í desember en þarf að bíða ögn lengur.

UFC leitar því að titilbardaga á bardagakvöldið í desember. Nú þegar hefur UFC greint frá því að Amanda Nunes og Megan Anderson mætist um fjaðurvigtartitil kvenna á kvöldinu en fleiri titilbardagar eiga að vera á dagskrá á kvöldinu.

UFC vonast eftir að geta sett saman bardaga á milli Stipe Miocic og Francis Ngannou um þungavigtartitilinn en það virðist langsótt þessa stundina. Þá gætu þeir Jorge Masvidal og Colby Covington mæst á kvöldinu en samningaviðræður eru komnar stutt.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular