spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentTJ Dillashaw yfirgefur Team Alpha Male

TJ Dillashaw yfirgefur Team Alpha Male

TJ DillashawBantamvigtarmeistarinn T.J. Dillashaw hefur ákveðið að yfirgefa Team Alpha Male. Dillashaw mun þess í stað æfa hjá Team Elevation í Colorado.

Dillashaw hafði þetta að segja við MMA Fighting fyrr í dag: „Fyrir minn næsta bardaga mun ég æfa í Colorado. Síðustu sex ár hjá Team Alpha Male hafa verið ólýsanleg og bræður mínir þar munu ávallt vera partur af fjölskyldunni minni. Ég vil þakka þeim öllum fyrir að hjálpa mér að komast þangað sem ég er í dag og fyrir að vera hluti af þessu ferðalagi sem ég er á. Þetta er nýr kafli á ferlinum mínum en þetta eru ekki endalokin á tengslum mínum við Team Alpha Male fjölskylduna.“

„Fyrir minn næsta bardaga mun ég æfa hjá Team Elevation en það er tækifæri sem ég gat ekki hafnað. Þeir hafa ótrúlega þjálfara og frábærar aðstæður,“ sagði Dillashaw að lokum.

Dillashaw mun sem sagt ekki æfa með liði Duane Ludwig heldur Team Elevation. Dillashaw mun þó halda áfram að æfa að einhverju leiti hjá Duane Ludwig þar sem hann er með bardagaklúbb í Colorado.

Duane Ludwig var yfirþjálfari Team Alpha Male í eitt ár og hlaut mikið lof fyrir frammistöðu sína þar. Bardagamenn eins og T.J. Dillashaw tóku stórtækum framförum standandi. Eftir að Ludwig hætti hefur Dillashaw bæði æft hjá Ludwig í Colorado og Team Alpha Male.

Urijah Faber, stofnandi Team Alpha Male, er leiður yfir brotthvarfi Dillashaw. „Okkur þykir leitt að sjá hann fara en við erum spenntir fyrir næstu meisturum sem verða þjálfaðir hjá Team Alpha Male.“

Ludwig og Faber hafa eldað grátt silfur saman í fjölmiðlum. Faber hafði ekkert sérstaka hluti að segja um Ludwig nýlega.

Þess má til gamans geta að Conor McGregor hefur ítrekað sagt í fjölmiðlum og í þáttunum The Ultimate Fighter að Dillashaw sé „snákur í grasinu sem Faber ætti að losa sig við.“

Á hann þar við að Dillashaw hafi ekki veirð hliðhollur Team Alpha Male um nokkurt skeið.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular