Turki Alalshikh, formaður Saudi Arabia’s General Entertainment Authority, og Dana White tilkynntu sameiginlega á Instagram um nýtt hnefaleikasamband. Ekki hefur verið birt nafn eða almennileg smáatriði um samstarfið en ljóst er að TKO, eigandi UFC og WWE, og Turki Alalshikh munu búa til hnefaleikasamband í anda UFC og notast við sama markaðsmódel og hefur reynst UFC svo vel til þessa.
Þó að sambandið sé ekki komið með nafn er stefnt á að halda fyrsta hnefaleikaviðburðinn 2026 og verður tíminn þangað til nýttur í skipulagningu og umgjörð fyrir bardagamenn. Þeir sem keppa undir merkjum sambandsins munu hafa aðgang að UFC Performance Institute í Las Vegas, Mexico og Shanghai og mun fjölmiðlateymi TKO annast allt kynninefni og útsendingar fyrir sambandið.
Turki Alalshikh er maðurinn á bakvið öll stærstu hnefaleikakvöld síðustu tveggja ára. Hann byrjaði á því að setja saman Francis Ngannou gegn Tyson Fury árið 2023 og hefur sett upp hvert stærðarkvöldið á eftir öðru síðan þá. Hann er einnig eigandi The Ring-tölublaðsins sem hann keypti af Oscar De La Hoya fyrir tíu milljónir dollara í nóvember í fyrra.
Turki Alalshikh er núna tilbúinn í næsta hnefaleikaævintýri sem mun taka hnefaleikasenuna upp á annað stig.