spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentTony Ferguson mætir Khabib Nurmagomedov í apríl

Tony Ferguson mætir Khabib Nurmagomedov í apríl

khabib nurmagomedov tony fergusonKhabib Nurmagomedov stefnir á að snúa aftur í búrið í apríl og mætir þá Tony Ferguson. Kapparnir áttu upphaflega að mætast í desember áður en Nurmagomedov meiddist enn einu sinni.

Khabib Nurmagomedov hefur ekkert barist síðan hann sigraði núverandi léttvigtarmeistara, Rafael dos Anjos, í apríl 2014. Rússinn sterki hefur unnið alla sex bardaga sína í UFC og er 22-0 á ferlinum.

Nurmagomedov átti að mæta Donald Cerrone í september 2014 en reif liðþófa á hné í undirbúningi fyrir bardagann. Hann átti svo aftur að mæta Cerrone í maí í fyrra en aftur meiddist hann á hnénu.

Nurmagomedov er nú orðinn góður í hnénu og átti að mæta Ferguson í desember. Enn á ný meiddist hann en í þetta sinn meiddist hann á rifbeini.

Tony Ferguson átti að mæta Michael Johnson á UFC 197 í mars. Sú ákvörðun kom verulega á óvart enda Ferguson á sjö bardaga sigurgöngu á meðan Johnson hefur tapað tveimur í röð. Það er þó ástæða fyrir því af hverju Johnson var valinn fyrst en ekki Nurmagomedov.

Ferguson á von á barni í apríl og langaði að taka einn bardaga áður en hann tæki sér smá frí með nýfæddum frumburðinum. Nurmagomedov var þó ekki tilbúinn í mars og ákvað UFC að gefa Ferguson Johnson í staðinn samkvæmt Ariel Helwani.

UFC hefur nú hætt við Johnson bardagann og verður bardagi Ferguson og Nurmagomedov í apríl eftir allt saman.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular