Khabib Nurmagomedov stefnir á að snúa aftur í búrið í apríl og mætir þá Tony Ferguson. Kapparnir áttu upphaflega að mætast í desember áður en Nurmagomedov meiddist enn einu sinni.
Khabib Nurmagomedov hefur ekkert barist síðan hann sigraði núverandi léttvigtarmeistara, Rafael dos Anjos, í apríl 2014. Rússinn sterki hefur unnið alla sex bardaga sína í UFC og er 22-0 á ferlinum.
Nurmagomedov átti að mæta Donald Cerrone í september 2014 en reif liðþófa á hné í undirbúningi fyrir bardagann. Hann átti svo aftur að mæta Cerrone í maí í fyrra en aftur meiddist hann á hnénu.
Nurmagomedov er nú orðinn góður í hnénu og átti að mæta Ferguson í desember. Enn á ný meiddist hann en í þetta sinn meiddist hann á rifbeini.
Tony Ferguson átti að mæta Michael Johnson á UFC 197 í mars. Sú ákvörðun kom verulega á óvart enda Ferguson á sjö bardaga sigurgöngu á meðan Johnson hefur tapað tveimur í röð. Það er þó ástæða fyrir því af hverju Johnson var valinn fyrst en ekki Nurmagomedov.
Ferguson á von á barni í apríl og langaði að taka einn bardaga áður en hann tæki sér smá frí með nýfæddum frumburðinum. Nurmagomedov var þó ekki tilbúinn í mars og ákvað UFC að gefa Ferguson Johnson í staðinn samkvæmt Ariel Helwani.
UFC hefur nú hætt við Johnson bardagann og verður bardagi Ferguson og Nurmagomedov í apríl eftir allt saman.
As he said on Mon, Ferg wanted to fight in MAR because his wife is due in April. But MAR is tad early for KN, so TF is being a good soldier.
— Ariel Helwani (@arielhelwani) January 27, 2016