Eins og við greindum frá fyrr í kvöld er Tony Ferguson meiddur og getur því ekki mætt Khabib Nurmagomedov um næstu helgi. Heimildir herma að Ferguson hafi meiðst á hné eftir að hafa runnið út á götu.
Það hvílir einhver bölvun yfir þessum bardaga Khabib Nurmagomedov og Tony Ferguson en þetta er í fjórða sinn sem bardagi á milli þeirra fellur niður. Í stað Ferguson kemur fjaðurvigtarmeistarinn Max Holloway inn en barist verður upp á léttvigtartitil UFC. Bardaginn verður aðalbardaginn á UFC 223 um næstu helgi.
Brett Okomoto hjá ESPN segir að um algjöra óheppni hafi verið að ræða. Samkvæmt hans heimildum rann Ferguson á fimmtudaginn og sleit liðband í hné. Ferguson tók óvænta stefnubreytingu þegar hann var að labba og datt einhvern veginn niður. Þetta eru einfaldlega lygileg tíðindi og sérstaklega á þessum degi.
I’m told the injury to Tony Ferguson was literally caused by a trip. The freak accident of all freak accidents. He was walking, saw someone he wasn’t expecting to see, veered sharply to say hello and tripped.
— Brett Okamoto (@bokamotoESPN) April 1, 2018
Ferguson þarf að fara í aðgerð en ekki er vitað hve lengi hann verður frá.