spot_img
Thursday, December 19, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentTony Ferguson meiddur á hné eftir lygilega óheppni

Tony Ferguson meiddur á hné eftir lygilega óheppni

Eins og við greindum frá fyrr í kvöld er Tony Ferguson meiddur og getur því ekki mætt Khabib Nurmagomedov um næstu helgi. Heimildir herma að Ferguson hafi meiðst á hné eftir að hafa runnið út á götu.

Það hvílir einhver bölvun yfir þessum bardaga Khabib Nurmagomedov og Tony Ferguson en þetta er í fjórða sinn sem bardagi á milli þeirra fellur niður. Í stað Ferguson kemur fjaðurvigtarmeistarinn Max Holloway inn en barist verður upp á léttvigtartitil UFC. Bardaginn verður aðalbardaginn á UFC 223 um næstu helgi.

Brett Okomoto hjá ESPN segir að um algjöra óheppni hafi verið að ræða. Samkvæmt hans heimildum rann Ferguson á fimmtudaginn og sleit liðband í hné. Ferguson tók óvænta stefnubreytingu þegar hann var að labba og datt einhvern veginn niður. Þetta eru einfaldlega lygileg tíðindi og sérstaklega á þessum degi.

Ferguson þarf að fara í aðgerð en ekki er vitað hve lengi hann verður frá.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular