spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaTvær öflugar konur detta úr strávigtarmóti Invicta

Tvær öflugar konur detta úr strávigtarmóti Invicta

Vigtunin fyrir Invicta mótið fór fram fyrr í dag. Þar náði Sunna Rannveig tilsettri þyngd en tvær sterkar konur duttu úr leik.

Strávigtarmót Invicta, Phoenix Rises, fer fram á föstudagskvöldið. Vigtunin fyrir mótið fór fram fyrr í dag en þar náðu ekki allar tilsettri þyngd. Keppendur sem áttu upphaflega að vera í varabardaga á kvöldinu koma þess í stað inn í mótið.

Mizuki Inoue var ein af þeim sigurstranglegustu fyrir mótið en hún átti að mæta Sharon Jacobson. Mizuki var hins vegar í vandræðum með niðurskurðinn og þurfti að draga sig úr leik vegna heilsufars ástæðna Amber Brown, sem átti upphaflega að mæta Manjit Kolekar í varabardaga, kemur inn í staðinn.

Hin brasilíska Janaisa Morandin náði síðan ekki tilsettri þyngd og getur því ekki verið með. Morandin var líka talin sigurstrangleg en hún átti að mæta Brianna Van Buren. Fyrrnefnd Kolekar kemur í stað Morandin og mætir Van Buren.

Sunna Rannveig var síðan 115,9 pund fyrir 115 punda strávigtarbardagann en leyfilegt er að vera einu pundi yfir. Hér að neðan má sjá niðurstöður vigtunarinnar:

Strávigt: Kay Hansen (52,5 kg) vs. Magdaléna Šormová (52,5 kg)
Strávigt varabardagi: Alyssa Krahn (52,6 kg) vs. Itzel Esquivel (52,6)
Strávigt: Amber Brown (52,5) vs. Sharon Jacobson (52,5)
Strávigt: Manjit Kolekar (52,5 kg) vs. Brianna Van Buren (52,6 kg)
Strávigt: Danielle Taylor (52,6 kg) vs. Juliana Lima (52,5 kg)
Strávigt: Kailin Curran (52,7 kg) vs. Sunna Davíðsdóttir (52,7 kg)

Sunna er því í fyrsta bardaga kvöldsins þar sem að annar varabardaginn datt út. Bardagakvöldið hefst á miðnætti á föstudagskvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og Fight Pass.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular