Tyron Woodley mætir Jake Paul í boxhringnum síðar á árinu. Woodley hefur skrifað undir samning þess efnis og fer bardaginn fram síðar á árinu á Showtime.
Fyrrum veltivigtarmeistarinn Tyron Woodley barðist sinn síðasta bardaga á samningi sínum við UFC fyrr á árinu. Woodley fékk ekki áframhaldandi samning eftir að hann tapaði sínum fjórða bardaga í röð. Woodley var veltivigtarmeistari UFC frá 2016 til 2019 og hefur unnið sjö bardaga með rothöggi í MMA.
Hans næsti vettvangur verður boxhringurinn og mætir hann Youtube stjörnunni Jake Paul síðar á árinu.
Sources: Jake Paul and former UFC welterweight champion Tyron Woodley have agreed to a deal for a boxing match. Jake recently signed a multi-fight deal with Showtime. Friday face-off in Miami planned to promote the event. Paul coming off first-round KO of Ben Askren
— Mike Coppinger (@MikeCoppinger) May 31, 2021
Þetta var staðfest í gær en dagsetning verður væntanlega tilkynnt síðar í vikunni á blaðamannafundi með Woodley og Paul.
Jake Paul er 3-0 í boxi og sigraði síðast Ben Askren í apríl. Woodley var viðstaddur bardagann enda hann og Askren lengi verið æfingafélagar. Þeir Woodley og Paul áttu í orðaskiptum baksviðs og hefur Woodley verið að óska eftir bardaga við Paul síðan þá.
Bardagi Paul við Askren var hjá Triller en hann hefur nú skrifað undir samning við Showtime Sports og verður bardagi Woodley og Paul því Pay Per View hjá Showtime. Showtime hefur í gegnum tíðina sýnt marga af stærstu box bardögum sögunnar hjá goðsögnum á borð við Mike Tyson og Floyd Mayweather og ætlar sjónvarpsstöðin greinilega að ná til yngri kynslóðarinnar með samningnum við Paul.
Paul bræðurnir hafa verið að fá stór tækifæri í boxheiminum að undanförnu en næsta sunnudag mun eldri Paul bróðirinn, Logan Paul, mæta Floyd Mayweather í sýningarbardaga.
Uppfært
Samkvæmt Ariel Helwani verður bardaginn þann 28. ágúst í 190 pundum.
Jake Paul vs. Tyron Woodley is a done deal. Both men have signed, I’m told.
— Ariel Helwani (@arielhelwani) June 1, 2021
The 190-pound match is currently slated for Aug. 28, sources say.
20×20 ring with 10-ounce gloves. Pro bout.
More details in a minute.
Fight booking first reported by @MikeCoppinger.