Monday, May 27, 2024
HomeErlentTyron Woodley boxar við Jake Paul

Tyron Woodley boxar við Jake Paul

Tyron Woodley mætir Jake Paul í boxhringnum síðar á árinu. Woodley hefur skrifað undir samning þess efnis og fer bardaginn fram síðar á árinu á Showtime.

Fyrrum veltivigtarmeistarinn Tyron Woodley barðist sinn síðasta bardaga á samningi sínum við UFC fyrr á árinu. Woodley fékk ekki áframhaldandi samning eftir að hann tapaði sínum fjórða bardaga í röð. Woodley var veltivigtarmeistari UFC frá 2016 til 2019 og hefur unnið sjö bardaga með rothöggi í MMA.

Hans næsti vettvangur verður boxhringurinn og mætir hann Youtube stjörnunni Jake Paul síðar á árinu.

Þetta var staðfest í gær en dagsetning verður væntanlega tilkynnt síðar í vikunni á blaðamannafundi með Woodley og Paul.

Jake Paul er 3-0 í boxi og sigraði síðast Ben Askren í apríl. Woodley var viðstaddur bardagann enda hann og Askren lengi verið æfingafélagar. Þeir Woodley og Paul áttu í orðaskiptum baksviðs og hefur Woodley verið að óska eftir bardaga við Paul síðan þá.

Bardagi Paul við Askren var hjá Triller en hann hefur nú skrifað undir samning við Showtime Sports og verður bardagi Woodley og Paul því Pay Per View hjá Showtime. Showtime hefur í gegnum tíðina sýnt marga af stærstu box bardögum sögunnar hjá goðsögnum á borð við Mike Tyson og Floyd Mayweather og ætlar sjónvarpsstöðin greinilega að ná til yngri kynslóðarinnar með samningnum við Paul.

Paul bræðurnir hafa verið að fá stór tækifæri í boxheiminum að undanförnu en næsta sunnudag mun eldri Paul bróðirinn, Logan Paul, mæta Floyd Mayweather í sýningarbardaga.

Uppfært

Samkvæmt Ariel Helwani verður bardaginn þann 28. ágúst í 190 pundum.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular