Glímufólk framtíðarinnar mun etja kappi um helgina á Mjölnir Open ungmenna. Hátt í 100 keppendur eru skráðir á mótið frá 5-17 ára aldri.
Mjölnir Open ungmenna er glímumót án galla (nogi) þar sem keppt er í fjölmörgum aldursflokkum. 98 keppendur eru skráðir til leiks á mótið í ár.
Það er ljóst að unga kynslóðin er hungruð í að fá að keppa á ný en krakkarnir fengu ekkert að keppa árið 2020 vegna Covid-19. Margir krakkar hafa því beðið lengi eftir þessu móti.
29 þyngdar- og aldursflokkar verða á mótinu en á laugardeginum keppa krakkar frá 5-11 ára aldurs. Þar eru engin uppgjafartök og er einungis hægt að vinna með stigum. Á sunnudaginn keppa svo 12-17 ára krakkar en þar er hægt að vinna með uppgjafartaki.
Mótið hefst kl. 11 báða dagana og er hægt að fylgjast með gangi mála á Smoothcomp hér.

- Spá MMA Frétta fyrir UFC 274 - May 7, 2022
- Fjórir Mjölnismenn keppa á ADCC trials á laugardaginn - May 6, 2022
- Mjölnir Open 16 úrslit - April 9, 2022