Monday, May 27, 2024
HomeErlentHvenær byrjar UFC Fight Night: Rozenstruik vs. Sakai?

Hvenær byrjar UFC Fight Night: Rozenstruik vs. Sakai?

UFC er með fínasta bardagakvöld í kvöld. Í aðalbardaga kvöldsins mætast þeir Jairzinho Rozenstruik og Augusto Sakai í þungavigt.

Bardagakvöldið fer fram í Las Vegas og eru bardagarnir á fínum tíma. Fyrsti bardagi hefst kl. 20:00 en aðalhluti bardagakvöldsins hefst kl. 23:00. Alla bardagana er hægt að sjá á Fight Pass en aðalhluta bardagakvöldsins er hægt að sjá á Viaplay.

Aðalbardagi kvöldsins er nokkuð mikilvægur í þungavigtinni. Rozenstruik tapaði síðast fyrir Ciryl Gane þar sem Rozenstruik gerði afskaplega lítið yfir fimm lotur. Augusto Sakai vann fyrstu þrjá bardaga sína í UFC en tapaði síðast fyrir Alistair Overeem.

Aðalhluti bardagakvöldsins (hefst kl. 23:00)

Þungavigt: Jairzinho Rozenstruik gegn Augusto Sakai
Þungavigt: Walt Harris gegn Marcin Tybura
Millivigt: Roman Dolidze gegn Laureano Staropoli
Veltivigt: Santiago Ponzinibbio gegn Miguel Baeza
Millivigt: Duško Todorović gegn Gregory Rodrigues
Millivigt: Tom Breese gegn Antônio Arroyo  

ESPN+ upphitunarbardagar (hefjast kl. 20:00)

Fluguvigt kvenna: Montana De La Rosa gegn Ariane Lipski
Þungavigt: Tanner Boser gegn Ilir Latifi
Veltivigt: Francisco Trinaldo gegn Muslim Salikhov
Fjaðurvigt: Makwan Amirkhani gegn Kamuela Kirk
Léttvigt: Alan Patrick gegn Mason Jones
Fluguvigt kvenna: Manon Fiorot gegn Tabatha Ricci 
Fjaðurvigt: Sean Woodson gegn Youssef Zalal
Léttvigt: Claudio Puelles gegn Jordan Leavitt

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular