spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentTyron Woodley: Fólk á eftir að vorkenna Gilbert Burns

Tyron Woodley: Fólk á eftir að vorkenna Gilbert Burns

Tyron Wooley segir að Gilbert Burns hafi enga hugmynd út í hvað hann sé að fara út í fyrir bardagann gegn sér.

Tyron Woodley hefur ekki barist síðan hann tapaði veltivigtartitlinum í mars 2019. Woodley átti ekkert erindi gegn Usman og tapaði öllum lotunum. Woodley berst aftur um helgina í fyrsta sinn í rúmt ár og mætir Gilbert Burns.

„Fólk man bara eftir því hvað þú gerðir síðast og ég þarf að minna á hvað ég get. Ég er með heiftarlegt hugarfar og er tilbúinn að setja andstæðinga mína í hræðilegar stöður og meiða þá. Bókstaflega meiða þá, ekki bara að vinna. Ég veit ekki hvort ég hafi nokkurn tímann verið svona einbeittur,“ sagði Woodley í The Hollywood Beatdown þættinum.

Gilbert Burns hefur verið á góðu skriði og unnið fimm bardaga í röð. Þar á meðal er sigur gegn Gunnari Nelson og rothögg gegn Demian Maia.

„Þetta verður dæmi um þegar einhver biður um bardaga án þess að vita hvað þeir voru að fara út í. Frammistaðan verður ótrúleg. Hann getur talað utan búrsins en í búrinu ætla ég að drulla yfir hann. Ég mun ýta honum, kýla hann, verjast öllum fellum, vinna allar stöðubreytingar og skilja hann eftir ráðþrota. Þetta verður ósanngjarn bardagi. Fólk mun vorkenna honum.“

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular