spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentTyron Woodley neitar að berjast við Leon Edwards í London

Tyron Woodley neitar að berjast við Leon Edwards í London

UFC er að reyna að finna andstæðing fyrir Leon Edwards í London í mars. Tyron Woodley er fyrsti valkostur en hann hefur engan áhuga á að ferðast fyrir sinn næsta bardaga.

Leon Edwards er á átta bardaga sigurgöngu í UFC og sigraði síðast Rafael dos Anjos í júlí. Edwards er í 4. sæti styrkleikalistans í veltivigtinni og vill fá stóran bardaga næst til að tryggja sér titilbardaga.

UFC hefur reynt að setja saman bardaga Edwards og Woodley í London en án árangurs.

„Ég er tilbúinn að berjast. Þeir vilja að ég berjist í London. Skítt með það, ég er ekki að fara alla leið til London til að berjast. Ég er fimmfaldur heimsmeistari, ég ætla að berjast hér [í Bandaríkjunum],“ sagði Woodley á Instagram.

„Ég vil berjast í Bandaríkjunum. Ég vil ekki þurfa að ferðast erlendis til að berjast. Þegar ég ferðast utan Bandaríkjanna vil ég vera í fríi.“

Woodley hefur þrívegis barist utan Bandaríkjanna, tvisvar í Kanada og einu sinni í Kína.

UFC bardagakvöldið í London fer fram þann 21. mars.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular