0

Tappvarpið 83. þáttur: Fávitagreining Colby Covington og UFC 245 upphitun

UFC 245 fer fram um helgina þar sem þrír titilbardagar eru á dagskrá. Í 83. þætti Tappvarpsins hituðum við vel upp fyrir bardagakvöldið stóra.

UFC 245 fer fram í Las Vegas um helgina þar sem þeir Colby Covington og Kamaru Usman mætast í aðalbardaga kvöldsins. Colby Covington hefur látið ýmis skrautleg ummæli falla á síðustu árum og gerðum við fávitagreiningu á hegðun hans á síðustu árum.

Auk þess fórum við yfir helstu bardaga kvöldsins um helgina og spáðum í spilin. Eins og áður segir verða þrír titilbardagar á dagskrá um helgina. Kamaru Usman mætir Colby Covington um veltivigtartitilinn, Max Holloway mætir Alexander Volkanovski um fjaðurvigtartitilinn og Amanda Nunes mætir Germaine de Randamie um bantamvigtartitil kvenna.

Pétur Marinó Jónsson

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.