Friday, June 14, 2024
spot_img
HomeForsíðaSigursteinn kominn með nýjan andstæðing fyrir laugardaginn

Sigursteinn kominn með nýjan andstæðing fyrir laugardaginn

Sigursteinn Ingólfsson berst sinn fyrsta MMA bardaga um helgina. Sigursteinn fékk nýjan andstæðing á síðustu stundu.

Sigursteinn Ingólfsson átti upphaflega að mæta Julian Harris (1-2) á Golden Ticket bardagakvöldinu í Birmingham á laugardaginn. Sigursteinn hélt út í morgun en í gær kom í ljós að andstæðingurinn væri meiddur og gæti ekki barist.

Sigursteinn fór því út með von um að fá bardaga og það gekk eftir. Sigursteinn mætir Michael Jones (2-0) í 61 kg bantamvigt en Jones kemur inn með tveggja daga fyrirvara. Upphaflega átti Sigursteinn að keppa í 57 kg fluguvigt en þar sem bardaginn kemur með skömmum fyrirvara fer bardaginn fram í þyngri flokki. Báðir bardagar Jones hafa farið fram í fluguvigt og hefur hann klárað þá báða með uppgjafartaki.

Venet Banushi berst einnig á kvöldinu en það verður sömuleiðis hans fyrsti MMA bardagi. Báðir berjast þeir fyrir hönd Mjölnis en um er að ræða áhugamannabardaga.

Golden Ticket 13 fer fram á laugardaginn á Englandi en nánari upplýsingar um streymi koma síðar.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular