Tyron Woodley hefur staðfest að hann muni mæta Stephen Thompson aftur á UFC 209 í mars. Beðið hefur verið eftir endurati þeirra síðan þeir háðu jafntefli á UFC 205 í nóvember.
Veltivigtarmeistarinn Woodley varði beltið sitt í fyrsta sinn í nóvember gegn Thompson. Bardaginn var gríðarlega skemmtilegur og var Woodley nálægt því að klára Thompson í 4. lotu en karatestrákurinn þraukaði. Tveir dómarar dæmdu bardagann jafntefli á meðan sá þriðji skoraði bardagann fyrir Woodley.
Kapparnir hafa átt í orðaskiptum á samfélagsmiðlum undanfarna daga þar sem Woodley virtist vera að eltast við aðra bardaga eins og gegn Michael Bisping. Thompson póstaði á sunnudaginn mynd af samningnum sínum fyrir bardagann gegn Woodley þar sem hann skoraði á Woodley að skrifa undir sama samning. Í gær spurði Woodley svo Demian Maia hvað hann væri að gera 4. mars.
Hey @demianmaia what you got going on March 4th 2017? I’m free #ufc209 @ufc Las Vegas! Since people want me to fight who “Deserves” a shot.
— Tyron T-Wood Woodley (@TWooodley) January 9, 2017
Maia hefði auðvitað tekið bardagann strax en að lokum hefur Woodley samþykkt bardagann við Thompson enda hefur bardaginn einnig verið staðfestur af UFC. Maia situr nú eftir með sárt ennið og þarf að bíða enn lengur eftir sínu tækifæri.
UFC 209 fer fram í Las Vegas þann 4. mars og verður bardagi Woodley og Thompson aðalbardagi kvöldsins.
Your #UFC209 main event! @TWooodley & @WonderboyMMA square off AGAIN on Mar. 4th! ? ➡️ 1/20 ➡️ https://t.co/LSopIGxINe pic.twitter.com/fMvSGFknYY
— UFC (@ufc) January 10, 2017