Tyron Woodley varði veltivigtartitil sinn gegn Stephen Thompson á UFC 209 í gær. Woodley var þó ekki alveg sáttur með frammistöðuna en ekki heldur sáttur við gagnrýnina.
Woodley var ekki beint skælbrosandi eftir sigurinn og spilaðist bardaginn öðruvísi en hann taldi fyrirfram.
„Þetta var jafn bardagi, var að berjast við hann í annað sinn. Þetta fór ekki eins og ég hélt. Sá fyrir að ég myndi hafa mun meiri yfirburði og ekki tapa lotu. Það er það sem meistarar gera, setja miklar kröfur á sig,“ sagði Woodley eftir bardagann.
Á blaðamannafundinum eftir bardagann útskýrði hann betur hversu vegna hann sótti svo lítið. „Fólk áttar sig ekki á því að það sem ég sé í búrinu er ekki það sama og aðdáendur sjá. Þeir vilja sjá jarðýtuna keyra fram því ég hef gert það svo oft áður.“
„En hann er sennilega einn sá besti í gagnárásum í þyngdarflokkinum svo ég varð að fara varlega og vera þolinmóður og útiloka baulið. Ég þurfti að finna réttu leiðina til að komast nógu nálægt til að valda skaða og það tók sinn tíma en náði því að lokum.“
Dana White: Tyron Woodley gerði ekkert
Dana White var ekki hrifinn af bardaganum og taldi að Thompson hefði unnið bardagann.
„Ég væri til í að sjá Dana berjast við Wonderboy. Sjáðu bara alla sem hafa mætt honum [Thompson] og héldu að þeir myndu valta yfir hann og virtu ekki stílinn hans. Ég gerði hið andstæða, ég tók stíl hans opnum örmum.“
„Þú heldur að þú sért búinn að fatta stílinn en svo færðu spörk og högg í þig frá skrítnum vinklum og þú ert allt í einu ekki lengur meistari og ert rotaður.“
Blaðamannafundinn hjá Tyron má sjá í heild sinni hér að neðan.