spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentTyron Woodley vill opinbera afsökunarbeiðni frá Dana White

Tyron Woodley vill opinbera afsökunarbeiðni frá Dana White

Veltivigtarmeistarinn Tyron Woodley er afar ósáttur við ummæli Dana White eftir bardaga hans um helgina. Woodley vill opinbera afsökunarbeiðni frá Dana, annars mun hann leka einhverju sem Dana White vill ekki að verði opinbert.

Tyron Woodley sigraði Demian Maia á UFC 214 um helgina. Bardaginn þótti ekki skemmtilegur og gagnrýndi Dana White, forseti UFC, veltivigtarmeistarann á blaðamannafundinum eftir bardagann. Dana sagði að Woodley hefði átt að klára þetta í 1. eða 2. lotu.

Woodley spjallaði við The MMA Hour í gær. Hann var pirraður í viðtalinu enda nýbúinn að komast að því að hann þurfi að gangast undir aðgerð á öxlinni. Woodley meiddist á öxlinni í bardaganum gegn Maia og gat ekki beitt upphöggum eða yfirhandar hægri.

„Ég á skilið að fá afsökunarbeiðni. Þú [Dana White] þarft að biðja mig afsökunar opinberlega. Ef ég fæ það ekki mun ég fara að leka ýmsu sem þú vilt ekki að verði opinbert. Og ég er ekki að grínast,“ sagði Woodley.

Woodley er ekki eini meistarinn sem Dana White hefur gagnrýnt nýlega en bantamvigtarmeistari kvenna, Amanda Nunes, og fluguvigtarmeistarinn Demetrious Johnson hafa fengið að kenna á því. Viðtalið við Woodley má hlusta á hér að neðan.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular