Thursday, June 13, 2024
spot_img
HomeErlentUFC 189: Conor McGregor sigrar Mendes

UFC 189: Conor McGregor sigrar Mendes

ufc189big_mendesÓtrúlegu bardagakvöldi var að ljúka hér í Las Vegas. Conor McGregor tókst að sigra Chad Mendes með tæknilegu rothöggi í lok 2. lotu.

Stemningin hjá Írunum er lygileg núna! Þeir eru syngjandi og trallandi og gjörsamlega ærir af fögnuði. Þeirra maður, Conor McGregor, var að sigra bráðabirgðarbeltið í fjaðurvigtinni.

McGregor byrjaði snemma að drulla yfir Mendes í upphafi bardagans og pressaði hann upp við búrið. Chad Mendes ógnaði vel sjálfur og náði fellu. Í gólfinu át McGregor þungan olnboga sem opnaði skurð á McGregor. McGregor tókst að standa upp en um tíma raðaði McGregor inn höggunum standandi. Mendes sigraði þó lotuna.

Í 2. lotu tókst Mendes að ná McGregor niður og hélt honum þar í langan tíma. Mendes reyndi „guillotine“ hengingu sem McGregor tókst að snúa sér úr og standa svo upp. Þá byrjaði McGregor að raða inn höggunum á Mendes sem virtist þreyttur.

Eftir harða beina vinstri féll Mendes niður og kláraði McGregor Mendes eftir 4:57 í 2. lotu. Herb Dean stöðvaði bardagann þar sem honum fannst Mendes vera búinn.

Conor McGregor er því bráðabirgðarmeistari fjaðurvigtarinnar og mun mæta Jose Aldo síðar á árinu.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

2 COMMENTS

  1. UFC 189 er besta bardagakvöld sem ég hef séð á ævinni! Maður var hálf klökkur þarna í endann. #bestufccardever
    Pétur þú ert lukkunar pamfíll að hafa upplifað þetta live.

  2. UFC 189 er besta bardagakvöld sem ég hef séð á ævinni! Maður var hálf klökkur þarna í endann. #bestufccardever
    Pétur þú ert lukkunar pamfíll að hafa upplifað þetta live.

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular