Friday, June 14, 2024
spot_img
HomeErlentUFC 189: Garbrandt og Howard með sigra

UFC 189: Garbrandt og Howard með sigra

ufc189big_mendesUFC 189 byrjar ekki með blússandi flugeldasýningu og hafa fyrstu fjórir bardagarnir farið í dómaraákvörðun. Garbrandt og Howard sigruðu í óminnisstæðum bardögum.

Það var gaman að sjá hinn 9 ára Maddux labba inn í búrið með Cody Garbrandt en Maddux hefur nýverið sigrast á hvítblæði og þeir miklir vinir. Bardagi Garbrandt og Henri Briones byrjaði mjög rólega og var ekki mikið um að vera í fyrstu lotunni. Garbrandt hafði þó betur og tókst svo að kýla Briones niður í 2. lotu. Briones er harður og tókst að lifa af.

Það var mikið af því sama í 3. lotu en síðustu tíu sekúndurnar skiptust þeir á höggum við mikinn fögnuð áhorfenda. Garbrandt sigraði, 30-27, og er nú 2-0 í UFC og 7-0 á ferlinum.

Bardagi John Howard og Cathal Pendred var næstur. Bardaginn var nokkuð jafn og fór mesta fjörið fram í „clinchinu“. Howard hafði yfirhöndina í 3. lotu og var það nóg til að sigra, 29-28 eftir klofna dómaraákvörðun.

 

Þetta er fyrsta tap Pendred í UFC og er hann nú 4-1 í UFC. Howard getur vel við unað en þetta var fyrsti sigur hans síðan í desember 2013.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular