spot_img
Friday, January 3, 2025
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentUFC 189: Jeremy Stephens með rosalegt rothögg í 3. lotu

UFC 189: Jeremy Stephens með rosalegt rothögg í 3. lotu

ufc189big_mendesUFC 189 verður bara betra og betra! Bardagi Jeremy Stephens og Dennis Bermudez var frábær skemmtun sem endaði með svakalegu rothöggi.

Báðir náðu þungum höggum inn snemma og náðu að vanka hvorn annan. Stephens fékk snemma skurð eftir að höfuð þeirra skullu saman og blæddi vel úr skurðinum. Þeir skiptust á höggum og náði Bermudez að taka Stephens niður og hélt honum þar um tíma.

Í 2. lotu virtist Stephens vera orðinn vel þreyttur og tók Bermudez yfir bardagann. Hann náði að meiða Stephens í nokkur skipti og virtist vera á leið til sigurs. Eitt rosalegt hné í andlit Bermudez rotaði hann og tókst Stephens að sigra í ótrúlegum bardaga. Þetta er nánast örugglega Fight of the night. Frábær bardagi.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular