Sunday, May 19, 2024
HomeForsíðaUFC 189: Gunnar Nelson með stórkostlegan sigur

UFC 189: Gunnar Nelson með stórkostlegan sigur

ufc189big_mendesGunnar Nelson sigraði Brandon Thatch eftir 2:54 í fyrstu lotu! Gunnar kýldi hann niður og kláraði hann svo í gólfinu. Ótrúlegt!

Undirritaður á erfitt með að skrifa á þessari stundu vegna spennu en þetta var glæsilegasti sigur Gunnars á ferlinum. Gunnar hélt góðri fjarlægð til að byrja með og lentu þeir í „clinchinu“ þar sem Thatch kom með nokkur þung hné.

Thatch stjórnaði miðjunni og var Gunnar upp við búrið þegar hann kom með rosalega fléttu, vinstri krókur og svo bein hægri sem kýldi Brandon Thatch niður! Gunnar náði umsvifalaust „mount“ stöðu, fór svo í „side control“ og svo aftur í „mount“ áður en Thatch gaf á sér bakið. Þar er enginn betri en Gunnar og náði hann að læsa henginunni eftir 2:54 í fyrstu lotu. Rear naked choke! Ótrúlega flottur sigur Gunnars!

Ítarlegri frétt um bardagann kemur síðar í kvöld.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular