Fyrsti bardaginn á aðalhluta bardagakvöldsins var rosalegur! Thomas Almeida sigraði eftir svakalegt fljúgandi hné.
Brad Pickett byrjaði betur og kýldi Almeida niður í fyrstu lotu. Hann fylgdi svo eftir með þungu hné í andlit Almeida og féll Brasilíumaðurinn aftur niður. Almeida náði að jafna sig og svaraði með þungum olnboga sem felldi Pickett. Fyrsta lotan frábær!
Snemma í 2. lotu náði Almeida rosalegu fljúgandi hnésparki sem steinrotaði Brad Pickett. Almeida heldur sigurgöngu sinni áfram og er nú 20-0, 19 sigrar eftir rothögg eða uppgjafartök. Þetta er góður kandídát í rothögg kvöldsins.
Gunnar Nelson er næstur!
Latest posts by Pétur Marinó Jónsson (see all)
- Tappvarpið #141: Frábær sigur Gunnars og UFC 286 uppgjör - March 22, 2023
- Gunnar með flest uppgjafartök í sögu veltivigtarinnar - March 19, 2023
- Gunnar Nelson með sigur í 1. lotu - March 18, 2023