spot_img
Friday, December 27, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentUFC 189: Robbie Lawler gegn Rory MacDonald

UFC 189: Robbie Lawler gegn Rory MacDonald

macdonald_lawlerUFC 189 fer fram eftir aðeins tvo daga og ætlum við að hita vel upp fyrir bardagana. Hér að neðan ætlum við að skoða fyrri titilbardaga kvöldsins sem margir eiga til að gleyma.

Robbie Lawler (25-10-1) gegn Rory MacDonald (18-2)

Bardagi Robbie Lawler og Rory MacDonald verður fyrri titilbardagi kvöldsins og næst síðasti bardaginn í útsendingunni. Bardaginn fer fram í veltivigt eða 77 kg flokki en það er sami flokkur og Gunnar Nelson berst í.

Það hefur lítið verið talað um þennan bardaga einfaldlega vegna vinsælda Conor McGregor. Ef það væri ekki fyrir McGregor væri þetta vafalaust aðalbardagi kvöldsins.

MacDonald og Lawler hafa mæst einu sinni áður á ferlinum og það var á UFC 167 í nóvember 2013. Það var hnífjafn bardagi og vann Lawler eftir klofinn dómaraúrskurð. Fyrsta lotan var jöfn, aðra lotuna átti Rory en í þriðju lotunni var Lawler nálægt því að rota Rory. Þar með náði hann að stela sigrinum.

Robbie Lawler er nýkrýndur meistari í veltivigtardeildinni. Gergoes St. Pierre hafði verið meistari í flokkinum síðan árið 2008. Eftir að hann hætti skildi hann beltið eftir eigandalaust. Lawler fékk titilbardaga gegn Johny Hendricks í mars 2014 þar sem Hendricks sigraði í frábærum bardaga. 

Stuttu áður hafði Lawler komið í UFC er bardagasamtökin Strikeforce gengu inn í UFC. Þar hafði hann barist í millivigtinni, einum þyngdarflokki ofar, með misjöfnum árangri. Töpin voru fleiri en sigrarnir í Strikeforce en þótti mjög skemmtilegur á að horfa sökum þess hve kærulaus hann var standandi.

Lawler er alltaf að reyna að rota andstæðinga sína sem er nokkuð sem Dana White, forseti UFC, kann að meta. Eftir tapið gegn Hendricks tók hann tvo bardaga með stuttu millibili gegn erfiðum andstæðingum. Hann vann þá báða og fékk annað tækifæri gegn Hendricks. Þetta var fysta tiltilvörn Hendricks og sú síðasta í bili þar sem Lawler sigraði titilbardagann. Þetta verður því fyrsta titilvörn Robbie Lawler.

Nokkrir hlutir til að hafa í huga

  • Er með frábæra felluvörn
  • Hefur 19 sinnum unnið með rothöggi og getur rotað með einu höggi
  • Æfir með American Top Team sem er staðsett í Flórída og þykir með betri MMA klúbbum í heiminum
  • Þó svo að Lawler sé aðeins 32 ára þá er hann búinn að berjast mjög lengi og gæti það farið að taka sinn toll

Þó svo að St. Pierre hafi alltaf verið meistarinn í veltivigt var alltaf talað um Rory MacDonald sem framtíðarmeistara. Þeir voru æfingafélagar í kanadíska bardagaklúbbnum Tristar (og eru enn þegar St. Pierre æfir). MacDonald mótaði hæfileika sína þar með meistaranum frá unglingsaldri.

Hann er aðeins með tvo ósigra á ferlinum og er annar þeirra gegn Lawler. Það er því ljóst að hann verður í hefndarhug á laugardaginn.

Á pappírum ætti Rory að vinna en það sama var upp á teningnum í fyrri bardaga þeirra. MacDonald er einn tæknilegasti standandi bardagamaður í deildinni, með mjög góðar og kraftmiklar fellur og ágætur í að ná mönnum í lása og hengingar.

Honum hefur oft verið líkt við aðal karakterinn úr bíómyndinni „American Physco“. Hann vann sér það inn með stóískri ró, miklu drápseðli, klæðaburði og framkomu.

Nokkrir hlutir til að hafa í huga:

  • Hefur sigrað sjö sinnum með rothöggi og sex sinnum með uppgjafartaki
  • Hefur mikla reynslu þrátt fyrir ungan aldur (25 ára) og er betri íþróttamaður en Lawler
  • MacDonald mun án efa koma til leiks með þaulhugsaða leikáætlun

Báðir eru þeir góðir standandi. MacDonald er mun tæknilegri á meðan Lawler er höggþyngri. MacDonald á það til að svæfa andstæðinga sína með hreyfingum sínum og hafa andstæðingar hans hreinlega frosið gegn honum. Hann er með betri fellur og á að geta stjórnað hvar bardaginn fer fram. Lawler hefur hins vegar mikinn höggþunga og er líkamlega sterkur. Hann náði inn þungum höggum á MacDonald síðast og mun eflaust hefja þennan bardaga eins og hann gerði sinn síðasta með miklum látum og reyna að ganga frá Rory snemma.

Spá MMA Frétta: Rory MacDonald er reynslumeiri núna og mun hafa betur að þessu sinni. Hann mun taka blaðsíðu úr bók læriföðursins Georges St. Pierre og nota fellurnar til að taka vindinn og kraftinn úr Lawler. Hann mun nota stunguna til að halda Lawler frá sér og mæla hann vel. Sá ungi sigrar á dómaraákvörðun.

Höfundur: Högni Valur Högnason.

https://www.youtube.com/watch?v=lb1NEmH4JU0

spot_img
spot_img
spot_img
Högni Valur Högnason
Högni Valur Högnason
– Fjólublátt belti í BJJ – Grafískur hönnuður og pappírs pervert – Áhuga MMA penni með ritblindu
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular