spot_img
Friday, January 3, 2025
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentUFC 189: Thomas Almeida með rosalegt rothögg

UFC 189: Thomas Almeida með rosalegt rothögg

ufc189big_mendesFyrsti bardaginn á aðalhluta bardagakvöldsins var rosalegur! Thomas Almeida sigraði eftir svakalegt fljúgandi hné.

Brad Pickett byrjaði betur og kýldi Almeida niður í fyrstu lotu. Hann fylgdi svo eftir með þungu hné í andlit Almeida og féll Brasilíumaðurinn aftur niður. Almeida náði að jafna sig og svaraði með þungum olnboga sem felldi Pickett. Fyrsta lotan frábær!

Snemma í 2. lotu náði Almeida rosalegu fljúgandi hnésparki sem steinrotaði Brad Pickett. Almeida heldur sigurgöngu sinni áfram og er nú 20-0, 19 sigrar eftir rothögg eða uppgjafartök. Þetta er góður kandídát í rothögg kvöldsins.

Gunnar Nelson er næstur!

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular