spot_img
Monday, December 23, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentUFC 194: McGee, Medeiros og Mustafaev með sigra

UFC 194: McGee, Medeiros og Mustafaev með sigra

UFC 194Fyrstu þremur bardögum kvöldsins á UFC 194 var að ljúka. Court McGee, Yancy Medeiros og Magomed Mustafaev sigruðu sína bardaga.

Fyrsti bardagi kvöldsins var á milli Court McGee og Márcio Alexandre. Þetta var fyrsti bardagi McGee í tvö ár en hann hefur verið frá vegna meiðsla. McGee stjórnaði pressunni og hafði stjórn mest allan bardagann. Alexandre tókst lítið að ógna eftir fyrstu lotuna fyrir utan „guillotine“ hengingu í 2. lotu. McGee sigraði eftir einróma dómaraákvörðun.

Annar bardagi kvöldsins var á milli John Madkessi og Yancy Medeiros. Bardaginn var nokkuð jafn allan tímann og fór bardagann fram standandi. Medeiros tókst að kýla Madkessi niður í lok 3. lotu sem innsiglaði sennilega sigurinn hans. Medeiros sigraði eftir klofna dómaraákvörðun sem ekki allir voru sammála. Jafn bardagi engu að síður.

Þriðji bardaginn var á milli Magomed Mustafaev frá Dagestan og Joe Proctor. Mustafaev var ekki lengi að þessu og kláraði Proctor með tæknilegu rothögg eftir 1:54 í fyrstu lotu. Þessum ættu bardagaðdáendur að fylgjast með. Mjög sannfærandi frammistaða hjá Mustafaev.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular