0

UFC 194: Leo Santos og Warlley Alves klára snemma

UFC 194UFC 194 er komið vel á leið en fimm bardagar eru nú búnir. Leo Santos rotaði Kevin Lee og Warlley Alves kláraði Colby Covington með „guillotine“ hengingu.

Kevin Lee var mun sigurstranglegri hjá veðbönkum en Santos lét það ekki hafa mikil áhrif á sig. Santos er frábær gólfglímumaður og hefur unnið til verðlauna á HM í brasilísku jiu-jitsu. Glímumanninum tókst hins vegar að rota Kevin Lee þegar eftir 3:26 í fyrstu lotu. Santos réð sér ekki fyrir kæti og klifraði yfir girðinguna og hljóp út úr salnum! Þegar Joe Rogan spurði hann út í hvað hann hefði verið að gera sagðist Santos hafa verið svo ánægður að hann vissi ekki hvað hann ætti að gera.

Næsti bardagi var í veltivigtinni milli Warlley Alves og Colby Covington. Báðir voru þeir ósigraðir fyrir bardagann og 3-0 í UFC. Alves náði inn nokkrum höggum í byrjun bardagans en Covington náði fellu. Alves stóð aftur upp, náði taki á hálsinum og læsti „guillotine“ hengingunni. Hann hoppaði á bakið og kláraði takið. Covington reyndi að „slamma“ sér úr hengingunni án árangurs og gæti hafa meitt sig við átakið. Warlley Alves sigraði með „guillotine“ hengingu eftir 1:26 í 1. lotu.

Eftir tvo rólega bardaga höfum við fengið þrjá bardaga í röð sem hafa klárast í fyrstu lotu. Byrjar vel!

Pétur Marinó Jónsson

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is

-Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
Pétur Marinó Jónsson

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply