Monday, April 22, 2024
HomeErlentUFC 194: Urijah Faber og Tecia Torres með sigra

UFC 194: Urijah Faber og Tecia Torres með sigra

UFC 194Upphitunarbardögunum á UFC 194 er nú lokið og er bara aðalhluti bardagakvöldsins eftir. Urijah Faber sigraði Frankie Saenz eftir dómaraákvörðun og Tecia Torres sigraði Jocelyn Jones-Lybarger einnig eftir dómaraákvörðun.

Bardagi Torres og Jones-Lybarger var fremur tilþrifalítill í fyrstu lotu. Fjörið varð heldur meira þegar leið á bardagann og voru síðustu 30 sekúndurnar frábærar. Torres sigraði á endanum 30-27 og var talsvert sterkari. Jones-Lybarger sýndi þó að hún á heima í UFC.

Urijah Faber mætti Frankie Saenz í bantamvigtinni. Bardaginn var afar góð skemmtun og sennilega sá skemmtilegasti hingað til. Faber tókst að meiða Saenz í 2. lotu en Saenz harkaði það af sér. Bardaginn var jafnari en flestir töldu og þarf Saenz ekki að vera alltof ósáttur með eigin frammistöðu.

Faber sigraði eftir dómaraákvörðun og óskaði eftir að fá titilbardaga. Það verður spennandi að sjá hvað gerist í bantamvigtinni en þeir TJ Dillashaw og Dominick Cruz berjast um bantamvigtartitilinn í janúar.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular