spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentUFC 194: Yoel Romero sigrar Jacare eftir dómaraákvörðun

UFC 194: Yoel Romero sigrar Jacare eftir dómaraákvörðun

souza romeroUFC 194 heldur áfram en Yoel Romero var rétt í þessu að vinna Jacare Souza eftir klofna dómaraákvörðun.

Romero tókst að vanka Ronaldo ‘Jacare’ Souza í fyrstu lotu og virtist vera nálægt því að klára bardagann. Jacare tókst að lifa af út lotuna en átti í vandræðum með að ganga aftur í hornið þar sem hann var enn vankaður.

Önnur lota var hnífjöfn og fór hún að mestu leiti fram standandi. Romero greip tvisvar í búrið þegar Jacare var nálægt því að ná fellu en fékk einungis viðvörun. Romero hafði komist ofan á með því að grípa í búrið og voru þeir látnir standa upp.

Þriðja lotan var mikilvæg fyrir Jacare en honum tókst að vanka Romero og taka hann niður. Jacare hélt Romero niðri í um það bil tvær mínútur en tókst ekki að komast í yfirburðarstöðu til að ná uppgjafartökum.

Romero sigraði fyrstu lotuna og Jacare þriðju en stóra spurningin var hvernig önnur lotan var skoruð. Tveir dómarar dæmdu Romero sigur og sigraði hann eftir klofna dómaraákvörðun.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular