UFC 211 fer fram á laugardaginn í Dallas. Tveir titilbardagar verða á dagskrá en hér er Countdown þátturinn fyrir UFC 211.
Í aðalbardaga kvöldsins mætast þeir Stipe Miocic og Junior dos Santos um þungavigtartitilinn. Þetta verður önnur titilvörn meistarans Miocic en síðast varði hann titilinn gegn Alistair Overeem í september.
Næstsíðasti bardagi kvöldsins er svo titilbardagi í strávigt kvenna milli Joanna Jedrzejczyk og Jessica Andrade. Andrade hefur farið hamförum síðan hún fór niður í strávigt og hefur hún unnið alla þrjá bardaga sína þar. Jedrzejczyk hefur verið nær ósnertanleg síðan hún vann beltið en hugsanlega verður þetta hennar erfiðasta prófraun til þessa.
Pétur Marinó Jónsson
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is
-Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
-Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
Latest posts by Pétur Marinó Jónsson (see all)
- Diego Björn: Eina sem ég ætlaði mér alls ekki að gera var að enda undir - April 20, 2018
- Myndband: Daniel Comier tekur áhugavert viðtal við Alexander Gustafsson - April 19, 2018
- Gunnar Nelson upp um eitt sæti á nýjum styrkleikalista - April 19, 2018