spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentUFC 214 úrslit

UFC 214 úrslit

UFC 214 fór fram í nótt og stóð bardagakvöldið svo sannarlega undir væntingum. Þeir Jon Jones og Daniel Cormier mættust í aðalbardaga kvöldsins.

Jon Jones er kominn aftur! Jon Jones kláraði Daniel Cormier í aðalbardaga kvöldsins með rothöggi í 3. lotu. Jones náði hásparki í höfuð Cormier í 3. lotu sem vankaði Cormier illa. Jones fylgdi því eftir með því að sópa Cormier niður og klára hann með olnbogum og höggum í gólfinu. Öll önnur úrslit kvöldsins má sjá hér að neðan.

Aðalhluti bardagakvöldsins:

Titilbardagi í léttþungavigt: Jon Jones sigraði Daniel Cormier með rothöggi (háspörk og högg) eftir 3:01 í 3. lotu.
Titilbardagi í veltivigt: Tyron Woodley sigraði Demian Maia eftir dómaraákvörðun (50-45, 49-46, 49-46).
Titilbardagi í fjaðurvigt kvenna: Cristiane ‘Cyborg’ Justino sigraði Tonya Evinger með tæknilegu rothöggi (hné) eftir 1:56 í 3. lotu.
Veltivigt: Robbie Lawler sigraði Donald Cerrone eftir dómaraákvörðun (29-28, 29-28, 29-28).
Léttþungavigt: Volkan Oezdemir sigraði Jimi Manuwa með rothöggi eftir 42 sekúndur í 1. lotu.

FXX upphitunarbardagar:

Fjaðurvigt: Ricardo Lamas sigraði Jason Knight með tæknilegu rothöggi eftir 4:34 í 1. lotu.
Hentivigt (140 pund): Aljamain Sterling sigraði Renan Barão eftir dómaraákvörðun (29-28, 29-27, 30-26).
Fjaðurvigt: Brian Ortega sigraði Renato Moicano með uppgjafartaki (guillotine choke) eftir 2:59 í 3. lotu.
Fjaðurvigt: Calvin Kattar sigraði Andre Fili eftir dómaraákvörðun (30-27, 30-27, 30-27).

UFC Fight Pass upphitunarbardagar:

Strávigt kvenna: Aleksandra Albu sigraði Kailin Curran eftir dómaraákvörðun (29-28, 29-28, 29-28).
Fluguvigt: Jarred Brooks sigraði Eric Shelton eftir klofna dómaraákvörðun (29-28, 28-29, 29-28).
Léttvigt: Drew Dober sigraði Josh Burkman með rothöggi eftir 3:04 í 1. lotu.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular