UFC 224 fór fram í nótt í Ríó í Brasilíu. Bardagakvöldið var magnað en hér má sjá öll úrslit kvöldsins.
Amanda Nunes varði bantamvigtartitil sinn með sigri á Raquel Pennington í aðalbardaga kvöldsins. Bardaginn var nokkuð einhliða en þetta var hennar þriðja titilvörn í UFC. Nunes kláraði bardagann með tæknilegu rothöggi í 5. lotu en Pennington vildi hætta eftir 4. lotuna. Hornið hennar vildi aftur á móti ekki stoppa bardagann og sendu hana út í 5. lotu sem hefur verið harðlega gagnrýnt.
Bardagakvöldið var frábær skemmtun þar sem 11 af 13 bardögum kvöldsins enduðu með uppgjafartaki eða rothöggi. Öll önnur úrslit kvöldsins má sjá hér.
Aðalhluti bardagakvöldsins:
Titilbardagi í bantamvigt kvenna: Amanda Nunes sigraði Raquel Pennington með tæknilegu rothöggi eftir 2:36 í 5. lotu.
Millivigt: Kelvin Gastelum sigraði Ronaldo ‘Jacare’ Souza eftir klofna dómaraákvörðun (29-28, 28-29, 29-28).
Hentivigt (123 pund): Mackenzie Dern sigraði Amanda Cooper með uppgjafartaki (rear-naked choke) eftir 2:27 í 1. lotu.
Bantamvigt: John Lineker sigraði Brian Kelleher með rothöggi eftir 3:43 í 3. lotu.
Millivigt: Lyoto Machida sigraði Vitor Belfort með rothöggi (front kick) eftir 1:00 í 2. lotu.
FX upphitunarbardagar:
Millivigt: Cezar Ferreira sigraði Karl Roberson með uppgjafartaki (arm-triangle choke) eftir 4:45 í 1. lotu.
Þungavigt: Oleksiy Oliynyk sigraðiJúnior Albini með uppgjafartaki (Ezekiel choke) eftir 1:45 í 1. lotu.
Léttvigt: Davi Ramos sigraði Nick Hein með uppgjafartaki (rear-naked choke) eftir 4:15 í 1. lotu.
Veltivigt: Elizeu Zaleski dos Santos sigraði Sean Strickland með rothöggi (spinning wheel kick and punches) eftir 3:40 í 1. lotu.
UFC Fight Pass upphitunarbardagar:
Veltivigt: Warlley Alves sigraði Sultan Aliev með tæknilegu rothöggi (læknir stöðvaði bardagann) eftir 5:00 í 2. lotu.
Millivigt: Jack Hermansson sigraðiThales Leites með tæknilegu rothöggi eftir 2:10 í 3. lotu.
Veltivigt: Ramazan Emeev sigraði Alberto Mina eftir dómaraákvörðun (30-27, 30-27, 30-27).
Millivigt: Markus Perez sigraðiJames Bochnovic með uppgjafartaki (rear-naked choke) eftir 4:28 í 1. lotu.