0

MMA heimshornið: Bellator 199, Gabi Garcia og Vasyl Lomachenko

Það er ekki bara UFC sem er með viðburð um helgina heldur er einnig nóg um að vera í öðrum bardagasamtökum. Þá er einn besti boxari heims að keppa í kvöld.

Bellator 199 fer fram í kvöld í Kaliforníu þar sem Ryan Bader mætir King Mo í aðalbardaga kvöldsins. Bardaginn er síðasti bardaginn í 1. umferð í þungavigtarmóti Bellator. Þá mætir Jon Fitch í Bellator í fyrsta sinn og tekst hann á við Paul Daley. Hinn efnilegi Aaron Pico snýr svo aftur í búrið og mætir þá Lee Morrison.

Í dag fór Road FC fram í Kína þar sem Gabi Garcia barðist. Í þetta sinn var það ekki gömul amma sem mætti henni eins og hefur gerst heldur fékk hún ágætis andstæðing sem var þó rúmum 20 kg léttari en Garcia. Garcia var ekki í vandræðum með Veronika Futina (0-0 fyrir bardagann).

Einn besti boxari heims, Vasyl Lomachenko, keppir svo í kvöld í Madison Square Garden í New York. Lomachenko mætir Jorge Linares en síðast sáum við Lomachenko leika listir sínar gegn Guillermo Rigondeaux þar sem Lomachenko sigraði eftir að Rigondeaux hætti á stólnum eftir 6. lotu.

Pétur Marinó Jónsson

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is

-Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
Pétur Marinó Jónsson

Latest posts by Pétur Marinó Jónsson (see all)

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.