spot_img
Wednesday, October 30, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentUFC 232 úrslit

UFC 232 úrslit

UFC 232 fór fram í nótt í Los Angeles. Í aðalbardaga kvöldsins mættust þeir Alexander Gustafsson og Jon Jones en hér má sjá úrslit kvöldsins.

Í nótt voru tveir magnaðir titilbardagar á dagskrá. Jon Jones og Alexander Gustafsson mættust í titilbardaga í léttþungavigt um lausan titil þyngdarflokksins. Bardaginn var fremur rólegur en Jones reyndi snemma að ná Gustafsson niður án árangurs. Í 2. lotu var svipað upp á teningnum og ekki eins mikið fjör í bardaganum eins og í fyrri bardaga þeirra. Í 3. lotu náði svo Jones fellu gegn Gustafsson. Jones stjórnaði Gustafsson vel í gólfinu, komst í yfirburðarstöðu þar sem hann lenti nokkrum góðum höggum og þurfti dómarinn að stöðva bardagann þegar rúmar tvær mínútur voru eftir af bardaganum. Enn ein endurkoman hjá Jones og enn einu sinni er Jones aftur meistari.

Stærstu úrslit kvöldsins voru hins vegar í bardaga Cris ‘Cyborg’ Justino og Amöndu Nunes. Þær byrjuðu strax á að skiptast á höggum og var Nunes að hafa betur. Nunes lenti nokkrum góðum höggum og rotaði svo Cyborg eftir aðeins 51 sekúndu í 1. lotu. Mögnuð frammistaða og ótrúlegur sigur hjá Nunes. Nunes er nú ríkjandi meistari í tveimur þyngdarflokkum á sama tíma, bantamvigt og fjaðurvigt, og er erfitt að neita því að Nunes sé sennilega besta bardagakona allra tíma eftir þetta afrek.

Aðalhluti bardagakvöldsins:

Titilbardagi í léttþungavigt: Jon Jones sigraði Alexander Gustafsson með tæknilegu rothöggi eftir 2:02 í 3. lotu.
Titilbardagi í fjaðurvigt kvenna: Amanda Nunes sigraði Cris Cyborg með rothöggi eftir 51 sekúndu í 1. lotu.
Veltivigt: Michael Chiesa sigraði Carlos Condit með uppgjafartaki (kimura) eftir 56 sekúndur í 2. lotu.
Léttþungavigt: Corey Anderson sigraði Ilir Latifi eftir dómaraákvörðun (29-28, 29-28, 29-28).
Fjaðurvigt: Alexander Volkanovski sigraði Chad Mendes með tæknilegu rothöggi eftir 4:14 í 2. lotu.

Fox Sports 1 upphitunarbardagar:

Þungavigt: Walt Harris sigraði Andrei Arlovski eftir klofna dómaraákvörðun.
Fjaðurvigt kvenna: Megan Anderson sigraði Cat Zingano með tæknilegu rothöggi (augnmeiðsli) eftir 1:01 í 1. lotu.
Bantamvigt: Petr Yan sigraði Douglas Silva de Andrade með tæknilegu rothöggi eftir 5:00 í 2. lotu.
Léttvigt: Ryan Hall sigraði B.J. Penn með uppgjafartaki (heel hook) eftir 2:46 í 1. lotu.

UFC Fight Pass upphitunarbardagar:

Bantamvigt: Nathaniel WoodsigraðiAndre Ewell með uppgjafartaki (rear-naked choke) eftir 4:12 í 3. lotu.
Millivigt: Uriah Hall sigraði Bevon Lewis með rothöggi eftir 1:32 í 3. lotu.
Veltivigt: Curtis Millender sigraði Siyar Bahadurzada eftir dómaraákvörðun.
Hentivigt (137 pund): Montel Jackson sigraði Brian Kelleher með uppgjafartaki (D’Arce choke) eftir 1:40 sekúndur í 1. lotu.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular