spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentUFC 240 úrslit

UFC 240 úrslit

UFC 240 fór fram í Kanada í nótt. Í aðalbardaga kvöldsins mættust þeir Frankie Edgar og Max Holloway en hér má sjá úrslit kvöldsins.

Max Holloway sigraði Frankie Edgar eftir dómaraákvörðun og tókst því að verja fjaðurvigtartitil sinn. Max Holloway stjórnaði ferðinni nánast allan tímann og var sigurinn aldrei í hættu. Þetta var þriðja titilvörn Holloway í fjaðurvigt og mun hann að öllum líkindum mæta Alexander Volkanovski næst. Öll önnur úrslit kvöldsins má sjá hér að neðan.

Aðalhluti bardagakvöldsins:

Titilbardagi í fjaðurvigt: Max Holloway sigraði Frankie Edgar eftir dómaraákvörðun (50-45, 49-46, 48-47).
Fjaðurvigt kvenna: Cris Cyborg sigraði Felicia Spencer eftir dómaraákvörðun (30-27, 30-27, 30-27).
Veltivigt: Geoff Neal sigraði Niko Price með tæknilegu rothöggi eftir 2:39 í 2. lotu.
Léttvigt: Arman Tsarukyan sigraði Olivier Aubin-Mercier eftir dómaraákvörðun.
Millivigt: Krzysztof Jotko sigraði Marc-André Barriault eftir klofna dómaraákvörðun.

ESPN upphitunarbardagar:

Fluguvigt kvenna: Viviane Araújo sigraði Alexis Davis eftir dómaraákvörðun.
Fjaðurvigt: Hakeem Dawodu sigraði Yoshinori Horiemeð tæknilegu rothöggi (head kick) eftir 4:09 í 3. lotu.
Fjaðurvigt: Gavin Tucker sigraði Seung Woo Choi með uppgjafartaki (rear-naked choke) eftir 3:17 í 3. lotu.
Fluguvigt: Deiveson Figueiredo sigraði Alexandre Pantoja eftir dómaraákvörðun.

UFC Fight Pass upphitunarbardagar:

Fluguvigt kvenna: Gillian Robertson sigraði Sarah Frota með tæknilegu rothöggi eftir 4:13 í 2. lotu.
Veltivigt: Erik Koch sigraði Kyle Stewart eftir dómaraákvörðun.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular