Thursday, April 25, 2024
HomeErlentSpámaður helgarinnar: Ásgeir Börkur Ásgeirsson (UFC 240)

Spámaður helgarinnar: Ásgeir Börkur Ásgeirsson (UFC 240)

Aðsend mynd.

Spámaður helgarinnar fyrir UFC 240 er Ásgeir Börkur Ásgeirsson. Ásgeir er mikill aðdáandi Frankie Edgar og því vel við hæfi að hann spái í spilin fyrir kvöldið.

Ásgeir Börkur er leikmaður HK í Pepsi Max deildinni og fylgist afar vel með MMA. Gefum honum orðið.

Titilbardagi í fjaðurvigt: Max Holloway gegn Frankie Edgar

Jesús kristur. Tveir af mínum uppáhalds að fara slást og miklar tilfinngar sem brutust út í brjósti mér þegar þessi bardagi var tilkynntur. Búinn að halda uppá Frankie í háa herrans tíð og ég held ég geti sagt að hann sé minn uppáhalds bardagamaður allra tíma. Frankie er búinn að vera í þessu lengi og kannski ekki alveg náð öllu því sem hann hefur stefnt á en hann hefur ansi oft verið nálægt því. Max er auðvitað geggjaður frá A til Ö og ég held að seinasti bardagi gegn Porier sitji litið sem ekkert í Hawaí manninum. Með sorg í hjarta hins vegar held ég að þetta verði seiglusigur hjá Holloway. Nýtir sér lengdina og klárar þetta á decision enda ómögulegt að klára Frankie.. nema þarna einu sinni fyrir löngu.

Fjaðurvigt kvenna: Cris ‘Cyborg’ Justino gegn Felicia Spencer

Burtséð frá því sem hefur verið í gangi fjölmiðlum og hvort Cyborg vilji/fái annan bardaga við Nunes, þá held ég að þessi bardagi sé settur upp með þann bardaga í huga. Spencer er mjög frambærileg bardaga kona en ég tel að styrkur og aggresívur stíll Cyborg skili henni rothöggi í annarri lotu. Cyborg sigur í annarri og vonandi rematch við Amöndu Nunes.

Veltivigt: Geoff Neal gegn Niko Price

Lítið séð af Geoff Neal og þess vegna byggi ég þessa spá mína eingöngu út frá hæfileikaríkum Niko Price. Niko Price TKO í 3. lotu.

Léttvigt: Olivier Aubin-Mercier gegn Arman Tsarukyan

Heimamaðurinn klárar þennan bardaga örugglega þrátt fyrir dapurt gengi upp á síðkastið. Aubin-Mercier í annari lotu via submission.

Millivigt: Marc-André Barriault gegn Krzysztof Jotko

Jotko er grjótharður með gott vopnabúr. Hann þarf aðeins að fara koma sér betur á beinu brautina í búrinu og ég held þetta verði upphafið að langri sigurgöngu! Barriualt er með góðar hendur en það verður ekki nóg. Hann verður rotaður seint í fyrstu lotu. Jotko með TKO.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular